Innflytjendur voru 92% af fjölgun launafólks eftir cóvid

Samkvæmt Hagstofunni voru innflytjendur 20,7% af vinnumarkaðnum í fyrra. Þeim hefur fjölgað úr 6,9% af fjöldanum árið 2005 í 20,7% í fyrra og hafa aldrei verið stærra hlutfall. Miðað við ofþenslu ferðaþjónustunnar í ár má reikna með að hlutfallið hækki síðan umtalsvert á þessu ári.

Hér má sjá þróunina frá 2005.

Fjöldi vinnandi handa hefur aukist um tæplega 45 þúsund á þessu tímabili. Af þeirri aukningu eru tæplega 13 þúsund með íslenskan bakgrunn en tæplega 32 þúsund innflytjendur. Frá 2005 hafa innflytjendur því staðið undir 70% af aukningunni.

Dæmið er enn ýktara ef við skoðum þróun vinnumarkaðarins frá því fyrir cóvid. Frá 2018 til 2022 fjölgaði vinnandi höndum um tæp 6 þúsund. Þar af voru innan við 450 með innlendan bakgrunn, aðeins innan við 8% af fjölguninni. Innflytjendur sáu um svo til alla aukninguna. Ef ekki væri fyrir þá myndi Ísland staðna að þessu leyti. Engin von væri til þess að hægt væri að sinna þeim ferðamönnum sem hingað koma.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí