Að keyra á nöglum í Reykjavík eins og að reykja innandyra – „Óviðkomandi þjást“

Þröstur Ólafsson, hagfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Alþýðuflokksins, segir akstur á nagladekkjum í Reykjavík vera í raun af sama meiði og reykingar í almannarými. Sá sem gerir annað hvort sé að valda óviðkomandi þjáningu og heilsubresti. Hann kallar eftir samskonar herferð og varð þess valdandi að flestir reykingarmenn þurfa að húka úti í dag.

„Við sem komin erum á  efri ár munum eftir mikilli herferð sem beint var gegn reykingum. Konur voru þar í fararbroddi. Með reykingum í almannarými værum við hin tilneydd til að reykja líka. Við því fékkst loksins bann. Nú eru allir, blessunarlega, lausir undan þeim ágangi og  þeirri heilsuánauð, sem reykingarnar annarra höfðu í för með sér,“ segir Þröstur á Facebook.

Hann segist hafa sérstaklega tekið eftir skaðsemi nagladekkja síðustu daga. „Undanfarnar vikur hafa verið miklar stillur með sólskini a.m.k. í Reykjavík og nágrenni. Mesta umferðarsvæði landsins. Ég tók eftir því að eftir fyrstu vikuna fór ég að finna fyrir  þurrahósta og reyndi án mikils árangurs að  hreinsa lungun með ræskingum. Er enn að ræskja mig og skyrpa fínryki sem losnar úr malbiki við akstur á nagladekkjum  og hefur sest að í lungum mínum,“ segir Þröstur og bætir við að engin eðlismunur sé á þessu tvennu. Í það minnsta hvað varðar heilsu óviðkomandi.  

„Hér eru menn að  iðka sama gjörning og áður með reykingum í almannarými.  Óviðkomandi þjást vegna þeirra sem telja sig þurfa á þessum hjálpartækjum að halda til að geta ekið í hálkublettum eins og á sumarvegi. Alveg eins og reykingar annarra skemmdu lungu okkar hinna , spillir nagladekkjanotkun annarra heilsu okkar. Þessu verður að linna.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí