Íslendingar gætu þurft að flýja land: „Hvert eigum við að fara? Til Tene?“

Margir hafa velt því fyrir sér hvað verður eiginlega um okkur Íslending ef Golfstraumurinn hrynur, líkt og sumir vísindamenn spá að gæti gerst innan nokkra ára. Afleiðingarnr yrðu líklega þær að hér væri ekki lengur hægt að halda úti byggð, slíkur yrði kuldinn. Einn þeirra sem veltir þessu fyrir sér er fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason.

Hann skrifar á Facebook: „Við þetta yrðu Íslendingar væntanlega loftslagsflóttamenn. Fáir munu vilja búa við slíkt veðurfar. Hvert eigum við að fara? Til Tene? Hver vill taka á móti okkur? Norðurlönd? Verðum við þá innflytjendur eða, hóst, flóttamenn? Eða erum við svo fámenn að við getum látið okkur hverfa í mannhaf þjóðanna? Kvótaeigendur geta svo kannski haldið eyjunni sem verstöð.“

Ljóst er að kvótaeigendur deila örlögum okkar hinna, því fiskurinn myndi synda suður. En Egill segir að þetta sé eitthvað sem við þurfum að hugsa um sem þjóð. Væri mögulega hægt að halda úti byggð, þó kuldinn væri hræðilegur?

„Út frá hreint teoretísku sjónarmiði er mjög forvitnilegt að glíma við það viðfangsefni hvernig samfélag myndi bregðast við svo snöggri kólnun. Hvaða atvinnuvegir myndu þrífast áfram, hvernig myndu neysluhættir breytast? Hver yrðu lífskjörin? Samgöngur? Myndu ekki allir vilja komast burt? Er hægt að halda uppi menningu og æðri menntun í skíkum kulda?,“ spyr Egill.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí