Júlí gæti orðið heitasti mánuður sögunnar

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að tímabil hnattrænnar hlýnunar væri liðinn og að við værum komin í tímabil „hnattrænnar suðu“ eftir að hafa fengið staðfestingu vísindamanna þess efnis að júlí þessa árs stefnir í að verða heitasti mánuður sem hefur nokkurn tímann mælst.

„Loftslagsbreytingarnar eru komnar. Það er hrollvekjandi. Og þær eru rétt að byrja.“ sagði Guterres. „Það er enn þá hægt að takmarka hitun við 1.5 gráðu (miðað við meðalhita jarðarinnar fyrir iðnbyltingu) og komast frá verstu mögulegu afleiðingum loftslagsbreytinga. En einungis með innleiðingu dramatískra loftslagsaðgerða, strax.“

Meðalhiti jarðarinnar á þessum mánuði hefur brotið öll met, síðustu þrjár vikur eru þær heitustu sem hafa nokkurn tímann mælst og þessi júlímánuður stefnir í að verða heitasti sá heitasti frá upphafi mælinga. Þetta er samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofnunninni og deildar innan Geimvísindastofnunar Evrópu sem fylgist með og rannsakar jörðina: Kópernikus.

Mælingar á hitastigi í lofti frá upphafi mælinga

Öfgafullra og óreglulegra veðurfar

Hækkandi hitastig, rekið áfram af gróðurhúsalofttegundum sem fanga meira af sólarljósi í lofthjúpnum, gerir veðrið öfgakenndara.

„Mannkynið er í klandri.“ sagði Guterres á blaðamannafundi í dag. „Fyrir stóra parta Norður-Ameríku, Asíu, Afríku og Evrópu hefur sumarið verið grimmt. Þetta eru hamfarir fyrir plánetuna alla. Og fyrir vísindamennina er enginn vafi – þetta er mannkyninu að kenna.“

„Það sem við erum að sjá í dag er algerlega í samræmi við spár og viðvaranir. Það eina sem kemur á óvart er hversu hratt þetta er að gerast.“

Guetteres hvatti stjórnmálamenn til að bregðast við undir eins. „Loftið er eitrað, hitinn óbærilegur og gríðarlegur hagnaður jarðefnaeldsneytisfyrirtækjanna er óásættanlegur. Leiðtogar verða að vera leiðtogar. Ekki bíða lengur, ekki afsaka ykkur, ekki bíða eftir að aðrir geri eitthvað. Það er einfaldlega enginn tími eftir til þess.“

Meðalhitastig fyrstu 23 daga Júlí frá árinu 1949. Júlí stefnir hraðleiðis í að verða sá langheitasti frá upphafi mælinga

„Það er enn þá hægt að takmarka hitun við 1.5 gráðu (miðað við meðalhita jarðarinnar fyrir iðnbyltingu) og komast frá verstu mögulegu afleiðingum loftslagsbreytinga. En einungis með innleiðingu dramatískra loftslagsaðgerða, strax. Við höfum séð einhvern árangur, innleiðing endurnýjanlegra orkugjafa hefur verið öflug og árangur hefur náðst í fraktflutningum en ekkert af þessu er að fara nægjanlega langt eða nægjanlega hratt. Hitastig er að hækka hraðar og það krefst hraðari viðbragða.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí