Kallar eftir breytingum á dreifingu skattbyrðarinnar og pólitíska hagkerfinu

Indriði Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri og hagfræðingur kom í viðtal á Samstöðinni í gær og sagði að ráðast þyrfti í breytingar á dreifingu skattbyrðarinnar. Skattbyrðin hefur færst í síauknum mæli á síðustu áratugum á milli- og lágstéttina og snarminnkað á þau allra ríkustu.

Eins og sjá má á þessari glæru hefur skattbyrði lágtekjuhópa aukist til muna á síðustu árum á meðan hún hefur lækkað gríðarlega hjá þeim allra ríkustu. Indriði fór með okkur yfir sögu þessarar þróunar og sagði okkur frá mikilvægi fjármagnstekjuskatta í þessu samhengi. Vinstri stjórnin eftir hrun náði töluverðum árangri í að rétta þessa byrði af en nýfrjálshyggjuárin höfðu létt verulega á ríkasta fólkinu á meðan þau fátækustu voru látin bera aukna byrði.

Arðsemi auðlindanna

Indriði talaði um mikilvægi þess að þjóðin njóti góðs af auðlindum sínum. Eins og sjá má á þessari mynd, sem er úr grein sem Indriði skrifaði um veiðigjöld, fær þjóðin bara örlítinn hlut af arðsemi auðlindarinnar. Megnið fer í hendur eigenda útgerðanna. Það sama á við um arðsemi annarra auðlinda á Íslandi. Álverin njóta góðs af rafmagninu okkar, sem þau fá ódýrt, en borga engan skatt. Fiskeldið hefur ýmsar slæmar afleiðingar á laxastofnana okkar og firði og eigendur þeirra draga úr því allan hagnað. Oft, líkt og í öðrum geirum, er sá hagnaður fluttur til útlanda. Ekki er mikið hugsað um hagsmuni almennings í þessu samhengi.

Skattlagning eigna frekar en tekna

Indriði telur að skattleggja þurfi í miklu meira mæli eignir og fjármagnstekjur. Þannig sé hægt að lækka tekjuskatta á milli- og lágtekjuhópa öllu samfélaginu til góðs.

Indriði minntist á nýlega grein í Financial Times þar sem er talað um mikilvægi þess að skattleggja eignir. Í þeirri grein er sagt að með því að skattleggja eignir nægilega mikið væri mögulega hægt að leggja niður tekjuskattskerfi fyrir einstaklinga. Eigendur vinna ekki mikla vinnu við það eitt að eiga eitthvað og eru því hugmyndir á lofti um breytingar í skattheimtu pólitísku efnahagsskipan samfélaga.

Vill fá skýrari tillögur frá Samfylkingunni

Í þættinum spurðum við Indriða hvort hann teldi að Samfylkingin, þar sem það lítur út fyrir að hún muni leiða næstu ríkisstjórn, væri með raunhæfar tillögur um að efna loforð sín um endurreisn velferðakerfisins. Indriði sagði að þar skorti nánari útlistun og „kjöt á beinið“. Sigurður Ingi, innviðaráðherra, sagði í kosningamyndbandi fyrir kosningarnar 2017 að það „þurfi ekki alltaf að hækka skatta“. Ríkisstjórnin hefur síðan þá hækkað skattbyrði almennings. Indriði tekur fram að ef það á að bæta þjónustu og auka mannskap þarf að greiða fyrir það. Spurningin er þá hvort á að auka skattbyrði almennings eða eignafólks og hvort þjóðin eigi að njóta góðs af auðlindum sínum.

Afhverju skilar rentan sér ekki?

Í grein frá 2015 þar sem Indriði sýnir hverjir njóti góðs af arðinum úr auðlindum okkar kemur bersýnilega fram hversu lítil hlutdeild almennings í raun og veru er. Indriði telur fram nokkur atriði sem útskýra hvers vegna þjóðin nýtur ekki betur góðs af auðlindum sínum, fyrst er varðar orkuauðlindina:

Og sjávarútveginn:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí