Loftslagsváin: „Hvers konar jörð er hann að fara erfa frá mér?“

Samstöðin náði tali af fólki í Kópavoginum og spurði það út í loftslagsmálin. Stórar fréttir hafa borist í vikunni af veðurfarinu, júlí stefnir í að vera heitasti mánuður í tugþúsundir ára, sjórinn við Flórída er á hitastigi eins og heitur pottur og miklir gróðureldar geisa víðsvegar um heim. Á sama tíma er áætlað að útblástur gróðurhúsalofttegunda muni halda áfram að aukast þrátt fyrir loforð fyrirtækja, stofnanna og stjórnvalda í heiminum.

„Að sjálfsögðu er ég að hundsa þetta. Eins og við flest. En hversu lengi gengur þetta upp?“ sagði Hrafn. „Ég skil þetta ekki, ég skil ekki hvernig fólk og kjósendur geta bara eh, seinni tíma vandamál. Ég hef áhyggjur af því, ég hef áhyggjur af framtíðinni, ég hef áhyggjur af framtíðinni hans vegna.“ sagði Hrafn Viðar Heiðarson og átti við son sinn sem hann hélt á. „Hvers konar jörð er hann að fara erfa frá mér?“

Magnús Einarsson hafði áhyggjur af auknum hita- og kuldasveiflum og tók fram: „Og svo þetta að, sem fylgir kannski mikilli hlýnun jarðar og hita. Ef jöklarnir bráðna, ganga að sér og enda kannski á því að bráðna upp og jökulvatnið hættir að koma. Já, hvað verður þá um virkjanirnar okkar?“

„Stóra fólkið er með stóra peninga og þau ákveða reglurnar þannig að því miður getum við litla fólkið ekki mikið gert.“ sagði Eyrún Elíasdóttir aðspurð um það hvað henni fyndist um það að jarðefnaeldsneytis fyrirtækin eru að verja trilljónum dollara í leit og uppgröft á nýrri olíu, kolum og gasi. Hún hafði áhyggjur en reynir að leiða þær hjá sér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí