Svo virðist sem lögreglan sé endanlaga búin að vopnavæðast á Íslandi. Það virðist vera eina arfleið annars nauðaómerkilegs leiðtogafunds sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, hélt í Hörpunni fyrr á þessu ári. Rithöfundurinn Haukur Már Helgason greinir frá því á Facebook að hann hafi séð í gær lögreglumenn, gráa fyrir járnum, sinna hefðbundnu umferðareftirliti, að svo virtist, í Grafarvogi.
„Við akstur í Grafarvogi áðan, nálægt Gullinbrú, fórum við framhjá tveimur eða þremur lögreglubílum sem höfðu stöðvað ökumann – ekkert í frásögur færandi, nema að meðal lögreglumannanna voru sérsveitarmenn í gráu samfestingunum sínum, með sýnileg, nokkuð bitastæð vopn til reiðu,“ segir Haukur Már.
Hann segir að það hafi ekki komið sér verulega á óvart að sjá þungvopnaða lögreglumenn. Það hafi komið á óvart að sjá þá sinna svo hversdagslegum lögreglustörfum með morðvopn á beltinu.
„Ég bjóst við að sjá svo eitthvað um þetta í fréttum, eftir viðbúnaðinn, þarna hefði farið fram handtaka á, ef ekki höfuðpaur stærsta smyglhrings landsins, þá næsta undirmanni hans, eða annað af þeirri stærð, en svo virðist ekki vera. Varla er vopnaburður orðinn algengur við umferðareftirlit?“