Handteknir á Suðurnesjum látnir dúsa í mygluhúsi

Afstaða, félaga fanga, fullyrðir að sumir þeir sem hafa verið handteknir á Suðurnesjum eða frelsissviptir af lögreglunni undanfarið hafi verið látnir dúsa í mygluðu húsnæði lögreglunnar. Síðastliðin október greindi lögreglan á Suðurnesjum frá því að lögreglustöðinni við Hringbraut í Keflavík væri lokað vegna raka og myglu. Fjölmiðlar á Suðurnesjum þá einnig frá áformum lögreglunnar að nota fangaklefana áfram í mygluhúsinu, en óhætt er að segja að það hafi farið framhjá mörgum.

Afstaða birtir á Facebook fyrirspurn sem félagið sendi til heilbrigðiseftirlits suðurnesja vegna málsins fyrr í dag. Sú fyrirspurn er í raun mjög einföld, en félagið spyr hvernig það megi vera að sama húsnæðið geti verið heilsuspillandi fyrir einn hóp en í lagi fyrir annan hóp.

„Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun hefur borist ábendingar um að lögreglan á Suðurnesjum hafi flutt starfsemi sína í Keflavík þar sem orðið hafi var við raka/myglu í húsnæði því sem lögregla hefur um árabil haft aðstöðu.  Þrátt fyrir að starfsemi lögreglu hafi verið færð virðist sem að enn séu í húsnæðinu vistaðir frelsissviptir einstaklingar, í fangageymslum húsnæðis sem hefur verið úrskurðað ónothæft – að öðru leyti. Reynist það rétt, verður ekki við það unað,“ segir í fyrirspurn félagsins.

Félagið óskar einnig eftir skýringu á því hvers vegna að eftirlitið lagði blessun sína á þetta. „Hér með er óskað eftir að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja upplýsi hvort, og þá hvers vegna, það hafi gefið heimild fyrir að fangageymslur í hinu annars ónothæfa húsnæði séu nýttar til að vista frelsissvipta einstaklinga? Farið er fram á að erindinu verði svarað eigi síðar en föstudaginn 12. janúar næst komandi.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí