Miklar rigningar víðs vegar um hnöttinn valda flóðum

Mikið hefur rignt víðs vegar um hnöttinn síðustu daga. Flóð víðs vegar um Indland, Bandaríkin, Japan og Spán hafa neydd þúsundir manna til að flýja heimili sín.

Í Japan er að minnsta kosti ein manneskja dáin vegna flóðanna í suðvesturhluta landsins. Miklar rigningar hafa geisað þar undanfarna daga en 420.000 manns fengu tilkynningu um að þau væru í lífshættu. 1.7 milljón til viðbótar eru í áhættu en veðurfræði stofnun Japans býst við mestu rigningu sem hefur nokkurn tíman sést í dag eða á næstu dögum.

Brú sem hrundi í Japan í gær

Á Indlandi hafa að minnsta kosti 15 dáið í flóðum og aurskriðum vegna mikilla monsún rigninga sem hafa fallið á norður Indland. Nýja Delí hefur ekki séð svona mikla rigningu í marga áratugi. Skólum og öðrum stofnunum hefur verið lokað í dag vegna mikilla rigninga og flóðhættu. Áfram er spáð mikilli rigningu þar næstu daga.

Á fimmtudaginn síðasta byrjuðu miklar rigningar á Spáni og hafa valdið kröftugum flóðum á Zaragoza á Spáni. Enginn hefur, svo vitað sé til, látist af völdum flóðanna en skemmdir á húsum og innviðum hafa verið miklar.

Fjölmörg myndbönd á samfélagsmiðlunum hafa sýnt fólk klifra á þök bíla sinna til að forðast að vera borin á brott af flóðunum

Miklar rigningar í New York fylki Bandaríkjanna og Pennsylvaníu hafa ollið miklum flóðum í gær og í dag og er spáð meiri rigningu áfram. Að minnsta kosti einn er dáinn og fjölmörgum gert að yfirgefa heimili sín.

Þungar rigningar valda flóðum í Highland Falls, New York

Veðurfarsbreytingar sagðar leiða til veigameiri rigninga

Aukin rigning eykur líkurnar á flóðum og aukinn hiti leiðir til aukins raka í loftinu. Gjarnan er talað um það í fræðunum að fyrir hverja gráðu sem jörðin hitnar, heldur loftlagið um 7% meira af raka. Einnig geta þurrkar aukið líkurnar á skyndiflóðum þegar rigning loksins fellur á mjög þurrt land.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí