Mikið hefur rignt víðs vegar um hnöttinn síðustu daga. Flóð víðs vegar um Indland, Bandaríkin, Japan og Spán hafa neydd þúsundir manna til að flýja heimili sín.
Í Japan er að minnsta kosti ein manneskja dáin vegna flóðanna í suðvesturhluta landsins. Miklar rigningar hafa geisað þar undanfarna daga en 420.000 manns fengu tilkynningu um að þau væru í lífshættu. 1.7 milljón til viðbótar eru í áhættu en veðurfræði stofnun Japans býst við mestu rigningu sem hefur nokkurn tíman sést í dag eða á næstu dögum.
Á Indlandi hafa að minnsta kosti 15 dáið í flóðum og aurskriðum vegna mikilla monsún rigninga sem hafa fallið á norður Indland. Nýja Delí hefur ekki séð svona mikla rigningu í marga áratugi. Skólum og öðrum stofnunum hefur verið lokað í dag vegna mikilla rigninga og flóðhættu. Áfram er spáð mikilli rigningu þar næstu daga.
Á fimmtudaginn síðasta byrjuðu miklar rigningar á Spáni og hafa valdið kröftugum flóðum á Zaragoza á Spáni. Enginn hefur, svo vitað sé til, látist af völdum flóðanna en skemmdir á húsum og innviðum hafa verið miklar.
Miklar rigningar í New York fylki Bandaríkjanna og Pennsylvaníu hafa ollið miklum flóðum í gær og í dag og er spáð meiri rigningu áfram. Að minnsta kosti einn er dáinn og fjölmörgum gert að yfirgefa heimili sín.
Veðurfarsbreytingar sagðar leiða til veigameiri rigninga
Aukin rigning eykur líkurnar á flóðum og aukinn hiti leiðir til aukins raka í loftinu. Gjarnan er talað um það í fræðunum að fyrir hverja gráðu sem jörðin hitnar, heldur loftlagið um 7% meira af raka. Einnig geta þurrkar aukið líkurnar á skyndiflóðum þegar rigning loksins fellur á mjög þurrt land.