Svarta keilan, hópur sem var stofnaður í kjölfar mótmælarunu í júní hefur boðað til opins fundar í dag hjá Flórunni í Grasagarði klukkan 17:30. Allir sem vilja berjast fyrir nauðsynlegum breytingum í samfélaginu með virkum hætti eru hvött til að koma.
Svarta keilan er skírð í höfuðið á minnisvarða um borgaralega óhlýðni
Svona er hópnum lýst á síðu hópsins á fésbókinni: „Svarta keilan er hópur fólks sem vill berjast fyrir nauðsynlegum breytingum í samfélaginu með virkum hætti. Hópurinn dregur nafn sitt af minnisvarða á Austurvelli sem settur var upp eftir búsáhaldabyltinguna. Minnisvarðinn heldur rétti okkar til uppreisnar á lofti þegar ríkisstjórn brýtur á rétti okkar. Það er okkar skylda að veita stjórnvöldum aðhald og það gerum við með því að láta í okkur heyra!”
Hittast klukkan 17:30 í dag á Flórunni í Grasagarðinum
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.