Ríkisendurskoðun vill vita hvort eitthvað hafi breyst hjá Bankasýslunni

Bankasalan 4. júl 2023

Ríkisendurskoðun ætlar að fylgja úttekt sinni á bankasýslunni eftir og kanna hvort eitthvað hafi breyst í starfi stofnunarinnar. Í tilkynningu Ríkisendurskoðunar segir að undanfarið ár hafi Ríkisendurskoðun kynnt þá stefnumörkun fyrir Alþingi að ráðist verði í eftirfylgni með skýrslum embættisins innan fárra mánaða frá birtingu skýrslna. Slík eftirfylgni feli í sér að Ríkisendurskoðun spyrst fyrir um stöðu úrbóta hjá þeim aðilum sem ábendingum hefur verið beint til en almennt er ekki gert ráð fyrir að eftirfylgni á þessu stigi leiði til frekari skýrslugerðar.

Þetta voru helstu niðurstöður úttektar Ríkisendurskoðunar á Bankasýslunni og þau atriði sem stofnunin vill nú fá að vita um hvort færð hafi verið til betri vegar:

  • Athugun Ríkisendurskoðunar hefur leitt í ljós að standa hefði þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar 22. mars 2022 Meginmarkmið sölunnar og viðmið varðandi framkvæmd voru á reiki
  • Hugtakanotkun og upplýsingagjöf í þeim gögnum sem Bankasýslan og fjármála- og efnahagsráðuneyti lögðu fyrir Alþingi voru ekki til þess fallin að draga upp skýra mynd af tilhögun söluferlisins
  • Bankasýsla ríkisins var í söluferlinu öllu afar háð utanaðkomandi ráðgjöf og þekkingu
  • Skýr merki eru um að endanlegt söluverð hafi fyrst og fremst ráðist af eftirspurn erlendra fjárfesta
  • Ekkert í kynningargögnum Bankasýslunnar eða fjármála- og efnahagsráðuneytis í aðdraganda sölunnar gaf til kynna að aðkoma erlendra fjárfesta að kaupunum myndi hafa slíkt vægi við ákvörðun um endanlegt söluverð
  • Greining Ríkisendurskoðunar á stöðu tilboðabókar við ákvörðun um leiðbeinandi lokaverð sýnir að heildareftirspurn var umtalsverð við hærra verð en 117 kr. á hlut
  • Greining Ríkisendurskoðunar á tilboðabók söluferlisins sýnir að tilboð fjárfesta á sölugenginu 117 kr. á hlut námu 282% af framboði hlutabréfa í sölunni. Tilboð bárust í allan eignarhlutinn á dagslokagengi bankans á söludegi, 122 kr. á hlut, eða hærra Um var að ræða tilboð í 540 milljónir hluta eða 120% af endanlegu framboði. Hæsta tilboð sem barst var á genginu 124,1 kr. á hlut en lægsta á 110,2 kr. Tilboð á genginu 118 kr. á hlut eða hærra námu 882 milljónum hluta, rétt tæplega tvöfaldri stærð eignarhlutarins sem seldur var
  • Þrátt fyrir ýmsa annmarka á söluferlinu dregur Ríkisendurskoðun ekki í efa að fjárhagsleg niðurstaða söluferlis á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka þann 22. mars 2022 hafi verið ríkissjóði almennt hagfelld. Það á einnig við um þróun á gengi bréfa í bankanum á eftirmarkaði í kjölfar sölunnar
  • Þó er ekki hægt að fullyrða að salan hafi verið ríkissjóði eins hagkvæm og verða mátti

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí