Jón Gunn­ar verði rekinn áður en þau selja Íslandsbanka: „Það breytir öllu er það ekki?“

Þrátt fyrir sala ríkisins á hlut í Íslandsbanka hafi gengið illa, svo vægt sé til orða tekið, þá hyggst ríkisstjórnin selja allan hlut ríksins í bankanum á næsta ári. Þetta kom fram í kynningu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fjárlagafrumvarpi næsta árs. Þar má segja að Bjarni hafi fegrað bókhaldið en á samfélagsmiðlum hafa menn gert grín af orðum hans um að „ef það væri ekki fyrir skuldir þá væri stefnt á afgang í ríkissjóði“. Alveg eins og miðaldir voru góður tími til að vera uppi, ef það væri ekki fyrir svartadauða.

Sala ríkisstjórnarinnar á hlut ríkissins í Íslandsbanka hefur verið uppspretta nokkurra hneyksla. Eitt slíkt var þegar forstjóri bankasýslunnar, Jón Gunn­ar Jóns­son,  faldi sig eftirminnilega frá fréttamönnum RÚV bak við hurð. Ástæðan fyrir því að hann faldi sig var að skýrsla Ríkisendurskoðunnar um sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins á Íslandsbanka gerði alvarlegar athugasemdir við stöf Bankasýslunnar. Jón Gunnar talaði þó við Morgunblaðið og sagðist ekki ætla að víkja.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spáir því að Jón Gunnar verði rekinn áður ríkisstjórnin reynir að selja restina af Íslandsbanka. „Vá, þau ætla að reyna að selja Íslandsbanka á næsta ári. Þau ætluðu líka að gera það í ár en tókst ekki. En, það er búið að skipa nýja stjórn yfir bankasýslunni sem rekur örugglega forstjórann og ræður nýjan. Það breytir öllu er það ekki?,“ spyr Björn og bætir við:

„Það væri ágætt að stilla afkomu ríkissjóðs þessum tæpu fimmtíu milljörðum neðar fyrir vikið. Ekki 60 milljarða króna halli heldur 110 milljarða króna halli.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí