SA er transhatandi hagsmunagæsla fyrirtækjaeigenda

Lögfræðingarnir Daníel Isebarn Ágústsson og Hekla Sigrúnardóttir skrifa harðorða skoðanagrein á Vísi í dag þar sem þau segja Samtök atvinnulífsins (SA) reka harða hagsmunabaráttu fyrirtækjaeigenda þar sem hagur launafólks og mannréttindabarátta sé fótum troðin.

Lögfræðingarnir segja samtökin hafa gengið mjög hart gegn launafólki á allra síðustu árum og þau hafi beinlínis véfengt grundvallarreglur vinnumarkaðar sem hafi verið óumdeildar í áratugi. Þá hafi nýjasta útspilið verið tilraun til þess að telja fólki trú um að SA séu að gæta mannréttinda minnihlutahópa. 

Með þessu visa þau til þess að Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm í lok júní sl. það sem reyndi á lög um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019 en markmið þeirra laga var að bæta réttarstöðu intersex- og transfólks. Málsatvik voru þau að einstaklingur sótti um veikindagreiðslu launa í forföllum vegna kynstaðfestandi aðgerðar. Til rökstuðnings vísaði hann til kynama sem er sú vanlíðan sem fæst af því að lifa með ósamræmi milli kynvitundar og kyneinkenna. Aðgerðin hafi því haft beint með vinnufærni einstaklingsins að gera.

Í greininni segir „Atvinnurekandi einstaklingsins, dyggilega studdur og hvattur áfram af SA, ákvað aftur á móti að neita um greiðslur í veikindaforföllum. Ástæðan var sú afstaða SA að lög um kynrænt sjálfræði, sem óumdeilanlega áttu að auka réttindi, hafi þrátt fyrir allt falið í sér að einstaklingar í þessari stöðu hefðu misst réttindi. SA byggði á því að lögin hafi átt að leiða til þess að kynmisræmi væri ekki sjúkdómur og því væru það í raun mannréttindi einstaklingsins að fá ekki veikindagreiðslur vegna aðgerðarinnar. Sem betur fer hafnaði Hæstiréttur þessum útúrsnúningum og staðfesti rétt einstaklingsins til launa í veikindaforföllum vegna aðgerðarinnar.“

Þau bæta svo við: „Lögmaður á vinnumarkaðssviði SA hefur nú lýst þeirri skoðun að dómur Hæstaréttar byggi á „gamaldags viðhorfum og [sé] í hrópandi mótsögn við baráttu trans fólks“ og að dómurinn sé „skref aftur á bak í réttindabaráttu trans fólks“. Það væri óskandi að SA væri í alvöru að reyna að auka réttindi trans fólks en þegar betur er að gáð eru SA einungis að gæta hagsmuna atvinnurekenda, eins og venjulega. Sú hagsmunagæsla felst, eins og svo oft áður, í því að reyna að skerða réttindi launafólks. “ 

Þau Daníel og Hekla útskýra svo breytingar í nýjustu útgáfu alþjóðlegs flokkunarkerfis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar yfir sjúkdóma (IDC) en þar hafa verið gerðar mikilvægar breytingar á kerfinu, „annars vegar með því að taka upp nafnið kynmisræmi og hins vegar með því að færa greininguna úr kaflanum um geðsjúkdóma yfir í kafla um kynheilsu. Kynmisræmi er hins vegar enn að finna í greiningarkerfinu, ólíkt því sem SA virðist halda fram. Samkvæmt hinu nýja greiningarviðmiði felst kynmisræmi í verulegu og viðvarandi misræmi á milli kynvitundar einstaklings og þess kyns sem úthlutað var við fæðingu. Þetta misræmi leiðir oft til löngunar til þess að leiðrétta kyneinkenni til samræmis við kynvitund svo að viðkomandi geti hafið líf í réttu kyni og notið viðurkenningar í því. “

Þau benda einnig á að þar sé nú að finna greininguna áðurnefndan kynama. Kyn og kyngervi er því ekki flokkað sem sjúkdómur lengur heldur er horft til þess þeirrar vanlíðanar sem getur fylgt misræminu milli kynvitundar og kyneinkenna.

Hæstiréttur horfði til þessa þátta við úrskurð sinn en SA heldur á lofti óforskömmuðu viðhorfi. Í grein Daníels og Heklu er fast kveðið að orði og þeu segja „Ef málatilbúnaður SA hefði náð fram að ganga hefði það ekki verið sigur í mannréttindabaráttu trans fólks. Sú niðurstaða sem SA sóttist eftir hefði falið í sér verulega hindrun sem stæði í vegi þess að trans fólk gæti sótt lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu, enda væri framfærsla þeirra ekki trygg. Rannsóknir sýna t.d. fram á að það dragi margfalt úr tíðni sjálfsvígshugsana og sjálfsvígstilrauna eftir að kynstaðfestandi heilbrigðisþjónusta er sótt.“ 

SA telur að atvinnurekandinn ætti ekki að greiða veikindalaun en það væri heppilegt ef stéttarfélög og ríkissjóður myndu þess í stað greiða kostnaðinn: „Við erum með sjúkrasjóði, sjúkratryggingar og við erum náttúrulega með ríkið. Samfélagið sem heild ætti náttúrulega að grípa þá einstaklinga sem að upplifa kynmisræmi“ sagði lögmaður SA í viðtali við RÚV. 

Lögfræðingarnir segja að ekki sé um raunverulega baráttu SA fyrir réttindum trans fólks að ræði heldur enn eina tilraun SA til að skerða réttindi launafólks, að þessu sinni klædda í mannréttindabúning.

Hægt er að lesa greinina á hér:

https://www.visir.is/g/20232436427d/samtok-atvinnulifsins-i-mannrettinda-grimubuningi?fbclid=IwAR23W-huWJPGZTxfWj7Ln4czLILhMBEKjwDJiMoyd6sbibF0za9ahmO9E8U

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí