Settu hluthafafund Íslandsbanka í miðju Bermútaþríhyrningsins

Í samtali um Íslandsbankamálið við Rauða borðið í vikunni sagðist Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, vera viss um að stjórn Íslandsbanka myndi boða til hluthafafundar síðasta föstudaginn í júlí þegar sumarfrí landsmanna væru í hámarki. Hann sagði þetta einskonar Bermútaþríhyrning slæmra frétta, tímasetning sem hentaði þeim sem vildi fela slæm tíðindi fyrir þjóðinni.

Og þetta gekk eftir. Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar föstudaginn 28. júlí klukkan ellefu. Þar verður svört skýrsla fjármálaeftirlitsins til umræðu og má búast við harðri gagnrýni á stjórn og starfsmenn bankans sem að áliti margra hafa rúið bankann trausti.

Reikna má með einhverri niðurstöðu eftir hádegið. Á föstudagssíðdegi um mitt sumar þegar flestir landsmanna eru að hugsa um eitthvað allt annað.

Heyra má og sjá Þórarinn Eyfjörð ræða Íslandsbankamálið við Rauða borðið í spilarnum hér að neðan ásamt Henry Alexander Henryssyni siðfræðingi:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí