Útsölusvik í ELKO

Svona virka þá Íslenskar útsölur segir Sigrún Jónsdóttir á FB síðu sinni en hún vekur áthygli á dögunum hvernig ELKO hækkar vörur og lækkar þær aftur í lægra hlutfalli til að selja þær sem útsöluvarning.

Sigrún keypti örbylgjuofn í ELKO fyrir 28 dögum eða þann 1. júlí sl. á 15.995 krónur.

Við afgreiðslu var henni tjáð að ef varan myndi lækka í verði (t.d. vegna útsölu) innan 30 daga frá kaupum gæti hún komið og fengið mismuninn endurgreiddan. Þá segir Sigrún útsöluna byrjaða en ekki hafi varan lækkað heldur hafi hún þvert á móti hækkað.

„Samkvæmt flottu línuriti sem sýnir verð viðkomandi tækis töluvert aftur í tímann, átti tækið víst að kosta kr. 22.990.- þann 1. júlí sl. og hefur nú lækkað í verði vegna útsölu í kr. 16.995.- Tækið er sem sagt þúsund krónum hærra dýrara á ,,útsölunni“ en ég keypti það á fyrir 28 dögum.

Maður gæti haldið að fjármálalæsi ELKO – reiknimeistara sé lært á skyndinámskeiði hjá ítalskri Mafíu… nú eða íslenskum fjármálaráðherra…” segir Sigrún í lok færslunnar.

Þetta er þvi miður hvorki gömul saga né ný en Neytendasamtökin biðla til fólks að láta vita ef það verður vart við slíkar reiknikúnstir enda ekki leyfilegt að auglýsa vöru á útsölu á þennan hátt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí