Ætla að hrófla við Sundhöllinni og stunda ekki sund: „Guðjón Samúelsson má fara að biðja fyrir sér í gröf sinni“

Vilborg Auður Ísleifsdóttir, fastagestur í Sundhöll Reykjavíkur, segir í aðsendri grein sem Morgunblaðið birtir í dag að fyrirhugaðar framkvæmdir Reykjavíkurborg við höllina séu mjög varhugaverðar. Vilborg bendir á að það hafi komið fram að þessar framkvæmdir eigi að kosta um milljarð króna en á fundi með hönnuðum framkvæmdanna við Hollvinafélag Sundhallar Reykjavíkur hafi komið fram að enginn sem kemur að þessum framkvæmdum stundar sund.

Vilborg sem er sagnfræðingur segir að þetta boði ekki gott, sérstaklega í ljósi sögunnar. „Það er mjög varhugavert að hrófla við verkum valinkunnra arkitekta eins og Guðjón Samúelsson var. Það sýnir dæmið af breytingunum á Þjóðleikhúsinu. Við þær voru hvorar tveggja svalirnar teknar niður svo að mörg sæti töpuðust og ekki er lengur hægt að færa þar upp óperusýningu, sem stendur undir sér. Ballettunnendur misstu bestu sætin sín, en þau voru á efri svölum,“ segir Vilborg.

Hún segir að nýbygging Sundhallarinnar beri það með sér að sá sem hannaði hana stundar ekki sund. „Hönnunin á nýbyggingu Sundhallarinnar er harla mislukkuð. Sturtuklefi með átta sturtum er of lítill og sturtur of fáar. Miðrýmið er öllu stærra, en ekki er alveg ljóst til hvers það er. Salerni eru hins vegar fjögur. Skáparýmið er afar fátæklegur arkitektúr úr ómáluðum steinsteypuflekum. Kaffistofan er álíka vistleg og uppljómaður búðargluggi. Útisundlaugin er svo grunn öðrum megin að keppnissundmenn geta ekki snúið sér við. Heiti potturinn er gapandi fyrir suðaustanáttinni og allur heldur ósvistlegur. Ef sömu hönnuðir eiga að umskapa innilaugina með því kunnáttuleysi, sem að ofan er lýst, þá má Guðjón Samúelsson fara að biðja fyrir sér í gröf sinni,“ segir Vilborg.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí