Andri Snær biður verkalýðsleiðtoga á Akranesi um að belgja sig ekki um hvalveiðar, „einkamál í 101 Reykjavík“

Mörgum er brugðið yfir þeirri tilkynningu matvælaráðherra undir hádegi í dag, fimmtudag, um að hvalveiðivertíð hefjist á morgun, 1. september. Andri Snær Magnason, rithöfundur, veltir á Facebook fyrir sér hugsanlegum öfugum áhrifum Hollywood-stjarna á afstöðu Íslendinga til málsins. Hann segist oft hafa hugsað „um hugtakið enantiodromia þar sem ákveðinn kraftur í eina átt getur leitt til andstæðrar niðurstöðu.“ Andri segir að sálfræðingurinn Carl Jung hafi skrifað talsvert um fyrirbærið og bætir við: „Fróður maður sagði einu sinni að þótt Bono, Páfinn, Dalai Lama, Britney Spears og Danadrottning héldu stórtónleika gegn málstað á Íslandi þá myndi það ekki bifa „heilaga heimamanninum“ jafnvel þótt málstaðurinn væri borðleggjandi góður.“

Með það í huga segist Andri stundum hafa bent á hættuna af því, þegar hann er beðinn um að leggja málstað náttúruverndar lið á landsbyggðinni, „að þá verði málinu snúið upp í andstæðurnar „duglegi heimamaðurinn“ gegn „listaspírum í Reykjavík“. Eins og gerðist fyrir austan.“ Vísar hann þar væntanlega til deilnanna um byggingu Kárahnjúkavirkjunar upp úr aldamótum, sem þrálátlega birtust sem átök milli heimamanna á svæðinu, sem vildu uppbyggingu iðnaðar, og umhverfisverndarfólks úr höfuðborginni. „Þrátt fyrir að heima fyrir væri mjög öflug andstaða þá varð til „vilji Austfirðinga“ í fjölmiðlum,“ skrifar Andri.

… að „við“ ætlum ekki að láta eitthvað „Hollywood lið“ kúga „okkur“

Þessa reynslu heimfærir hann upp á nýjustu vendingar í hvalveiðimálinu, þar sem hann óttast að afskipti Hollywood-stjarna gæti orðið til að heimafólk sem annars hefði verið mótfallið hvalveiðum hugsi sig tvisvar um eða snúist jafnvel á sveif með þeim: „núna gæti staðan orðin sú að „við“ ætlum ekki að láta eitthvað „Hollywood lið“ kúga „okkur“ og gamla andstæðan frá síðustu viku gleymist þar sem freki kallinn var að fara að sprengja tignar lífverur sem tilheyra heiminum en ekki okkur.“

Pistli Andra lýkur þó á óvæntum snúningi, þar sem hann beinir spjótum sínum ekki að kvikmyndaiðnaðinum og afskiptum stjarnanna, heldur að Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness – með mátulegu glotti, að virðist: „Kannski er mikilvægt að muna núna,“ skrifar Andri, „að hvalbátarnir eru í 101 Reykjavík og þetta er fyrst og fremst málefni sem á að útkljá í 101 Reykjavík. Verkalýðsleiðtogar á Akranesi eru til dæmis vinsamlegast beðnir um að vera ekki að belgja sig ekki um okkar einkamál í 101 Reykjavík, hvort við ákveðum að nýta stórstjörnur eða sprengja hvali eru hagsmunir sem við í 101 eigum að ræða í friði.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí