Bjarni Ben: Engin stjórnarslit, ekkert uppgjör, allt óbreytt, farið heim

„Ég held að menn hafi tekið full­djúpt í ár­inni og sum­um líður virðist vera á stund­um eins og öll sund séu lokuð en það er að sjálf­sögðu ekki þannig. Það breyt­ir því ekki að þing­lok­in voru viss von­brigði fyr­ir okk­ur í þing­flokki Sjálf­stæðismanna og ég held að það eigi við um hina stjórn­ar­flokk­ana reynd­ar líka,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Mogga dagsins um kröfur marga Sjálfstæðisflokksmanna um uppstokkun í ríkisstjórninni, meiri áhrif Sjálfstæðisflokksins í stefnu ríkisstjórnarinnar og jafnvel nýjar kosningar.

Bjarni seg­ir stjórn­ar­liða hafa verið opna um að þetta væri óvenju­legt sam­starf en þessi spil hafi menn fengið eft­ir kosn­ing­arn­ar 2017 og 2021. „Sum­ir hafa sagt að það eigi bara að kasta þeim aft­ur á borðið og biðja um að það sé gefið upp á nýtt. Ég er ekki sann­færður um að það sé skyn­sam­legt. Ég held að það sé til mjög mik­ils vinn­andi að halda stöðug­leika í stjórn­mál­um á Íslandi og gef­ast ekki upp þótt á móti blási.“

Bjarni segist halda að kjós­end­ur kunni á end­an­um að meta þraut­seigju en auðvitað sé það þannig að ekki sé hægt að fórna hverju sem er fyr­ir stöðug­leik­ann. „Við vit­um hvaða mál það eru sem við vilj­um helst setja á odd­inn. Ég mun tala inn í minn hóp fyr­ir því að standa sam­an og halda áfram að berj­ast.“

Þessar yfirlýsingar eru í takt við það sem bræðurnir og blaðamennirnir Gunnar Smári og Sigurjón Magnús Egilsson sögðu í vikulegu spjalli þeirra um pólitíkina fyrir helgi. Að boðskapur Bjarna yrði akkúrat þessi, að völdunum sem flokkurinn hefur núna væri ekki hættandi fyrir óvissa stöðu. Þeir bræður mæta við Rauða borðið aftur í kvöld og munu meta stöðuna í lok skammvinnar stjórnarkreppu um mitt sumar, knúna áfram af villiköttum Sjálfstæðisflokksins sem ættu að sjá nú að forystan tekur lítið sem ekkert mark á.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí