Bjarni er beinlínis hættulegur kjörum og kaupmætti fólksins í landinu

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ekki furða að fólk sem áður treysti Sjálfstæðisflokknum fyrir ábyrgri efnahagsstjórn sé farið að hugsa sinn gang. Þegar fjármálaráðherra og formaður flokksins segir að það sé ekki í hans verkahring að vinna gegn verðbólgu þá sé mikið að.

„Þegar fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að það sé ekki í verkahring ríkisfjármálanna að vinna gegn verðbólgu stimplar hann sig ekki bara út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál heldur grefur undan trúverðugleika hagstjórnarinnar þegar síst skyldi, einmitt þegar öllu skiptir að hafa hemil á verðbólguvæntingum og senda skýr skilaboð um að allir armar hagstjórnar vinni í takt,“ segir Jóhann Páll á Facebook.

Hann segir staðan sé einfaldlega orðin sú að Bjarni Benediktsson sé orðinn hættulegur fyrir buddu flestra landsmanna. „Fjármálaráðherra sem talar með þessum hætti, þ.e. hunsar bæði lögbundnar skyldur ríkisstjórnar samkvæmt lögum um opinber fjármál og hafnar viðteknum viðhorfum um sveiflujöfnunarhlutverk ríkisfjármála, er beinlínis hættulegur kjörum og kaupmætti fólksins í landinu. Ekki furða að margir sem áður treystu Sjálfstæðisflokknum fyrir ábyrgri efnahagsstjórn séu farnir að horfa annað,“ segir Jóhann Páll.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí