BRICS stækkar og mun líklega stækka enn frekar á næstunni

Á ársfundi BRICS, samstarfsvettvangi Brasilíu, Rússlands, Indlands, Kína og Suður-Afríku, var samþykkt að stækka bandalagið með því að taka inn sex ný lönd, Argentínu, Egyptaland, Eþíópíu, Íran, Sádí Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Fyrir voru í bandalaginu lönd þar sem 40% íbúa jarðar búa. Viðbótin bætir tæpum 5% við. En lönd þar sem rúm 12% mannkyns býr hafa þegar sótt um aðild og í öðrum löndum er alvarlega rætt um umsókn. Innan tíðar gæti um og yfir 60% jarðarbúa búið í löndum sem tilheyra þessu ríkjabandalagi. Og innan þeirra gæti verið um 40% af heimshagkerfinu.

Það er mikill vilji innan BRICS að það þróist til að verða ný miðja í heimspólitíkin, mótvægi við þær stofnanir sem settar voru á laggirnar til að viðhalda yfirráðum Vesturlanda og þá einkum Bandaríkjanna. En stjórnvöld landanna eru ekki öll á sömu blaðsíðu. Sum vilja að BRICS byggi upp nýtt alþjóðlegt bankakerfi, jafnvel nýjan alþjóðlegan gjaldmiðil til að draga úr drottnandi stöðu Bandaríkjadollars í alþjóðaviðskiptum og kverkatak sem Bandaríkin geta haft á skuldugum þjóðum. Stjórnvöld annarra landa vilja fara hægar.

En ástæðan fyrir því hversu mörg lönd hafa sótt um aðild að þessum klúbbi er klárlega sú hugmynd að lönd utan Vesturveldanna geti sjálf byggt upp kerfi sem þjónar þeim en ekki Vesturlöndum, og einkum Bandaríkjunum. Þau lönd sem þegar hafa sótt um eru: Alsír, Bahrain, Bangladess, Belarúss, Bólivía, Kúba, Hondúras, Indónesía, Kasakstan, Kúveit, Nígería, Palestína, Senegal, Taíland, Venesúela og Víetnam.

Í öðrum löndum er rætt alvarlega um aðild, meðal annars í löndum á þröskuldi Vesturlanda, svo sem í Tyrklandi og Mexíkó.

Hér má sjá kort sem sýnir BRICS eins og það verður frá næstu áramótum með viðbót sex nýrra landa. Þau lönd eru rauð á kortinu. Appelsínurauð eru lönd sem hafa sótt um og appelsínugul þau lönd þar sem alvarlega er rætt um aðild. Á þessu korti verða Vesturlönd heldur lítil.

Myndin er af forystumönnum BRICS-ríkjanna: Lula da Silva frá Brasilíu, Xi Jinping frá Kína, Cyril Ramaphosa frá Suður-Afríku, Narendra Modi frá Indlandi og Sergej Lavrov utanríkisráðherra Rússlands, en Pútín forseti átti ekki heimangengt vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí