Bumbult að lesa um hrægamminn í Mogganum: „Algerlega siðlaus maður og siðlaus starfsemi“

„Það má segja að það hafi orðið ákveðnar hamfarir í innheimtubransanum í faraldrinum. Tekjur þessara fyrirtækja hrundu en fólk greiddi niður skuldir og vanskil voru í sögulegu lágmarki. Svo var þessi bransi svolítið gamaldags. Milliinnheimtan á að vera vinsamleg tilraun til að klára málin. Það er skrýtið að vera í bransa þar sem viðskiptavinirnir sem skapa tekjurnar vilja helst ekki heyra í þér.“

Þetta segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Inkasso-Momentum, í umdeildu viðtali við Morgunblaðið. Það má segja að Guðmundur sé í viðtalinu nánast himinlifandi yfir því að hagur almennings sé að versna. Hann kvartar sáran undan því að fyrirtæki sitt, sem hagnast á kostnað fólks sem lendir í vanskilum, hafi séð minni hagnað meðan COVID geysaði og fleiri gátu borgað sínar skuldir. Nú sé hins vegar vanskil að aukast og því brosir Guðmundur sínu blíðasta.

Nánar má lesa um viðtalið við Guðmund hér. Víða á samfélagsmiðlum má lesa fordæmingu almennings á bæði Guðmundi og viðtalinu. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er þar á meðal. „Var ekki eitt sinn talað um menn sem hefðu atvinnu af því að bera út ekkjur og munaðarlausa? Þessi hefur altént góða lyst á skuldasúpu,“ skrifar hann á Facebook. Pálmi Gestsson leikari tekur undir og skrifar einfaldlega: „Manni verður bumbult.“

Þórhallur Heimisson prestur tekur jafnvel harðar til orða og skrifar: „Óhugguleg lesning. Maðurinn kætist yfir því að græða á óhamingju náunga síns. „Frábært hversu margir geta ekki borgað skuldir sínar. Þess meira græðum við ræningjarnir“. Algerlega siðlaus maður og siðlaus starfsemi.“

Svo eru aðrir sem benda á hve firringi sé orðin stórkostlega, þegar menn í þessum vafasama bransa geta mætt í viðtöl og hrósað sjálfum sér. „Og maðurinn er bara svona feykilega glaður með þetta! Hvað næst? Uppgrip í jarðarförum?,“ skrifar Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingkona. Valdimar Örn Flygenring leikari veltir því einnig fyrir sér hvað vaki fyrir mönnum að mæta í viðtal og fagna því að almenningur geti síður borgað skuldir sínar. „Hann fer brosandi bankann þessi… hver ætli sjái um almannatengslin hjá þeim?“ spyr hann.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí