Costco sektað fyrir olíuleka um sem nemur 0,09% af tekjum fyrirtækisins

Umhverfisstofnun hefur sektað Costco á Íslandi um 20 m.kr. vegna leka á um 110-120 þúsun lítrum af dísilolíu út í frárennsliskerfi Hafnarfjarðar. Sektin jafngildir um 0,09% af tekjum Costco.

Samkvæmt bréfi Umhverfisstofnunar til Costco uppgötvaðist lekinn ekki fyrr en eftirlitinu barst kvörtun í desember ú fyrra frá íbúa í vesturbæ Hafnarfjarðar um að olíu- og/eða tjöruhreinsislykt bærist úr frárennsliskerfi bæjarins og inn í íbúðarhús. Við athugun staðfesti fulltrúi eftirlitsins að lykt bærist úr fráveitukerfinu. Eftir rannsókn kom í ljós að lekinn var frá bensínstöð Costco, kom frá olískilju sem þurfti að hreinsa. Eftirlitsaðili á vegum Costco komst að því að um 140 þúsund lítra misræmi var í birgðum og sölu á dísilolíu en Umhverfisstofnun áætlar að um 110-120 þúsund lítrar af dísilolíu hafi runnið út í frárennsliskerfið.

Hvað er það mikið magn? 120 þúsund lítrar eru um 5% af Laugardalslauginni. Í dag er lítri af dísilolíu seldur á 272,70 kr. á bensínstöð Costco. Í krónum talið eru 120 þúsund lítrar því 32,7 m.kr. sé miðað við útsöluverð.

Sektin er því lægri en tap Costco af lekanum. Og sektin er ekki há í samanburði við veltu Costco á Íslandi sem velti rétt tæpum 22 milljörðum króna í fyrra. 20 m.kr. sekt er 0,09% af tekjum fyrirtækisins. Það er álíka hlutfallslega og verkamaður á lægsta taxta yrði sektaður um 4.350 kr. Engin sekt fyrir brot á umferðarlögum er svo lág.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí