Dagur vann hálfan dag við að hirða sorp

Fréttir um að Reykjavíkurborg væri ekki að sinna því nægilega vel að hirða sorp úr grenndargámum virðast ekki hafa farið fram hjá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Á Facebook greinir hann frá því að hann hafi í morgun farið í ferð með þeim sinna sorphirðu í Árbænum.

Dagur virðist þó ekki hafa lesið fréttirnar um sorphirðuvandann nægilega vel, því enginn hefur gagnrýnt hefðbundna sorphirðu. Gagnrýnin hefur nær alfarið snúist um tæmingu grenndargáma en það virðist einkafyrirtækinu Terra um megn að tæma slíka gáma svo sómi sé af.

Dagur skrifar á Facebook: „Þegar ég komst ekki inn í MH á sínum tíma þá sótti ég um hjá Sorphirðu Reykjavíkur. Og vildi vera í Árbæjargenginu. Ég fékk ekki vinnuna. Úr þessu var sannarlega bætt í morgun þegar ég heimsótti sorphirðuna þar sem flokkarnir voru saman komnir á Stórhöfðanum – tókum gott spjall um hvernig gengi – og  ég fékk svo að fara með að hirða í Árbænum!“

Hann þakkar kærlega fyrir sig og skrifar: „Ágúst Böðvarsson og gengið hans var frábært og tók vel á móti viðvaningnum. Fyrir tilviljun þá byrjuðum við í stigagangnum þar sem ég ólst upp, Hraunbæ 100. Þetta er ekki auðveld vinna og ég skil betur af hverju æskuhetjurnar mínar í öskunni voru berar að ofan á sumrin. En þetta var mjög skemmtilegur morgun og áhugaverður og gaf innsýn í hinar miklu breytingar sem flokkun og sorphirða í borginni er að ganga í gegnum. Þar þurfum Við borgarbúar öll að taka þátt og starfsfólk sorphirðunar lætur sannarlega ekki sótt eftir liggja, þrátt fyrir einhverja byrjunarörðugleika. Takk innilega fyrir mig – og góðar móttökur.“

Grétar nokkur Ólason er fyrstur til að skrifa athugasemd við færslu Dags. Sú athugasemd er nokkuð stutt og laggóð: „Sýndarmennska“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí