ETIAS á að hemja fólksflutninga undir yfirskini hryðjuverkaógnar

Nú stendur yfir innleiðing á sérstakri ferðaheimild ETIAS fyrir ferðamenn utan Shengen svæðisins til að heimsækja lönd innan þess.

Kerfið á að auka öryggi vegna ferðamanna og segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar í viðtali við Vísi það ólíklegt að slíkur stimpill hafi áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi.

ETIAS ferðaheimildin sem er upplýsingaheimild um ferðamenn utan Evrópu er afkvæmi óttans við hriðjuverkaógnina sem varð til í Bandaríkjunum eftir 11. september 2001. Þróun þessa upplýsingakerfis hefur raunar staðið yfir síðan 2018 en fékk að bíða meðan Covid gekk yfir enda flestum landamærum beinlínis lokað á þeim tíma. Kerfinu er ætlað að skima fyrir glæpamönnum en einnig að hemja fólksflutninga og er sambærilegt ESTA kerfinu sem Bandaríkjamenn tóku upp 2008. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir beinlínis að ETIAS gæti haft aukin áhrif við að draga úr ólöglegum fólksflutningum.

Fólk með vegabréf frá 60 löndum sem nú þegar mega ferðast til flestra Evrópulanda án áritunar þurfa að sækja um ETIAS heimild á næsta ári og eru Bandaríkjamenn og Bretar þar á meðal. Evrópusambandið áætlar að það séu um 1,4 biljarður manna. Löndin sem heimildin mun gilda í eru Shengen löndin 27 auk landa innan Evrópusambandsins sem hafa samþykkt landamæra takmarkanir vegna fólksflutninga inna Evrópu auk Rúmeníu, Búlgaríu og Kýpur sem eru að reyna að komast inn í Shengen.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí