„Ferðaiðnaðurinn er að eyðileggja menningu, umhverfi og náttúru landsins“

Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, segir í pistli sem hann birtir innan Facebook-hóps Sósíalista að Íslendingar verði að fara að átta sig á því að ferðaíðnaðurinn sé gífurlega skaðlegur fyrir bæði menningu og náttúru landsins. Þór vísar í pistil Sifjar Sigmarsdóttur þar sem hún tekur undir aðvörunarorð hans frá árinu 2012. Sif segir að ferðaþjónustan hafi ekki nægilegan skilning á því „hverju þungur ferðamannastraumur hingað til lands hefur svipt heimamenn“.

Þór segist hafa varað við taumlausum ferðaiðnaði í meira en 10 ár. „Þykir vænt um að sjá að Sif hefur rifjað upp varnaðarorð mín á Alþingi frá 2012 varðandi stjórnlausan ferðaiðnaðinn og hvernig hann myndi fara með náttúru og menningu. Hún vitnar í mig í þrígang í þessri ágætu grein. Það voru ekki margir sem höfðu skilning á málinu þá, en þeim hefur sem betur fer fjölgað sem átta sig á því að ferðaiðnaðurinn er að eyðileggja menningu, umhverfi og náttúru landsins,“ segir Þór.

Hann líkir ástandinu í dag einfaldlega við plágu. „Ferðaiðnaðurinn, eins stjórnlaus og hann er hér á landi í dag, er eins og plága sem eirir engu og er drifinn áfram af stjórnlausri gróðafíkn þeirra sem eiga fyrirtæki í geiranum, og þeim sömu er því miður skítsama um íslenskt umhverfi, íslenska menningu og íslenska náttúru,“ segir Þór.

Hann segir að eitthvað verði að gera til að draga úr þessu. „Þetta þarf einfaldlega að stöðva með einum eða öðrum hætti, fækka erlendum ferðamönnum, takmarka óheftan aðgang þeirra að náttúruperlum og óbyggðum landsins og skipuleggja greinina á þann hátt að íbúar landsins verði ekki sjálfir eitthvert aukaatriði í öllu samhenginu. Það er hægt að gera þetta öðruvísi og miklu betur, gerum það.

Eins og haft er eftir mér, og er hárrétt:

„Ferðamennskan sviptir okkur Íslendinga því umhverfi sem við búum í og höfum alist upp í, . . .““

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí