Fólk sem fer í hjáveituaðgerðir í hættu við að verða alkóhólistar

Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir að svo virðist sem fólk sem hefur farið í svokallaðar efnaskiptaaðgerðir, svo sem magaermi og hjáveituaðgerð, sé í sérstakri hættu við að verða alkóhólistar. Hún segist hafa tekið eftir því að það sé furðu algengt að fólk sem hefur farið í slíka aðgerð missi stjórn á drykkjunni.

„Við höfum tekið eftir því undanfarin ár að það eru oft einstaklingar sem koma í meðferð sem hafa misst tökin eftir að hafa farið í efnaskiptaaðgerð. Það kemur frekar fljótt, innan við ári frá aðgerð. Þetta er fólk sem er farið að missa tök á drykkju sem það hafði kannski ekki vanda af áður, eða minni vanda af áður,“ segir Valgerður í samtali við RÚV.

Aðgerðir sem þessar eru bæði framkvæmdar á Landspítalanum og hjá einkafyrirtækinu umdeilda Klíníkinni í Ármúla. Fjöldi slíkra aðgerða hefur rokið upp á síðustu árum og voru um þúsund í fyrra miðað við einungis um 200 árið 2018.

Valgerður segir að ástæðan fyrir því að fólk sem fer í þessar aðgerðir sé í sérstakri hættu fyrir alkóhólisma geti verið margar. „Það er ekki bara eitthvað eitt. En eitt af því er að það er verið að breyta meltingarveginum sem hefur þá áhrif á hvernig efnið frásogast frá meltingaveginum og inn í líkamann sjálfan inn í blóðið. Hversu hratt það gerist og hvaða áhrif það hefur á heilann.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí