Formaður Sameykis segir stýrivaxtahækkanir viðstöðulausa aðför að almenningi

Peningamál 23. ágú 2023

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis segir  hækkanir stýrivaxta Seðlabanka Íslands viðstöðulausa aðför að almenningi á Íslandi og að fjarvera ríkisstjórnarinnar veki sérstaka athygli á meðan almenningur og launafólk tekur höggið. Þá segir Þórarinn að ríkisstjórnin ætli ekki að hjálpa þjóðinni með því að gera breytingar á skattkerfinu né millifærslukerfunum sem hafa verið skert í tíð ríkisstjórnarinnar.

„Þetta ferli sem hefur verið í hækkun stýrivaxta hefur tekið á sig þá mynd að það er verið að gera viðstöðulausa atlögu að almenningi. Fjarvera ríkisstjórar Íslands við stjórnun efnahagsmála hefur vakið sérstaka athygli í því samhengi. Ríkisstjórnin ætlar sér ekki að verja almenning og launafólk með sértækum aðgerðum, heldur á það að taka á sig höggið. Ríkisstjórnin ætlar ekki að hjálpa fölskyldum þessa lands að komast í gegnum þá skafla sem nú blasa við. Það á ekki að gera róttækar breytingar á skattkerfinu og millifærslukerfunum, bankarnir fá að leika lausum hala í glórulausum hækkunum á vöxtum og þjónustugjöldum og engar skorður eða skynsöm gjaldtaka er tekin af ferðaþjónustunni. Hvað þá heldur að það sé verið að taka til hendinn og koma böndum á húsnæðismarkaðinn. Þetta eru glæsileg skilaboð eða hitt þá heldur inn í kjarasamningavinnuna sem núna er að fara af stað á öllum vinnumarkaðanum,“ segir formaður Sameykis.

Frétt af vef Sameykis.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí