Raunvextir stýrivaxta orðnir mjög háir, yfirdráttarvextir hreint okur

Verðbólga síðustu tólf mánuði lækkar í 6,0% samkvæmt mælingu Hagstofunnar. Það merkir að 9,25% stýrivextir Seðlabankans bera nú 3,1% raunávöxtun sem er algjört met í veröldinni, víðast eru stýrivextir við eða undir núll ávöxtun miðað við verðbólgu.

Verðbólguhraðinn er aðeins meiri, það er verðbólgan í apríl er meiri en meðaltal síðustu tólf mánaða eða 6,8%. Raunvextir stýrivaxta eru eftir sem áður háir, eða 2,3%.

Og ef húsnæðisliðurinn er tekinn út úr vísitölunni, en hann er að lang mestu leyti mæling á hækkun eignaverðs en ekki neysluverðs, er verðbólguhraðinn 3,6%. Raunávöxtun stýrivaxta er því 5,5% sem er fáheyrt og út úr öllu korti miðað við það sem aðrar þjóðir búa við.

Yfirdráttarlán bankanna bera nú 17% vextir. Miðað við verðbólgu neysluverðs, það er án mælingar á hækkun eignarverðs, eru raunvextir af þessum lánum rétt tæplega 13%. Það er augljóst að ekkert heimili eða fyrirtæki stendur undir slíku, bankarnir eru í reynd að sjúga lífskraftinn úr fólki og fyrirtækjum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí