„Greiðum með reiðufé“

„Takið nú vel eftir. Af hverju eigum við að borga með reiðufé alls staðar í stað korta?,“ spyr alnafni skáldsins, Jónas Hallgrímsson, á Facebook en óhætt er að segja að svar hans við þessari spurningu hafi slegið í gegn. Um þúsund manns hafa deilt færslu Jónasar en í henni útskýrir hann á mannamáli skaðsemi greiðslukorta. Þess má geta að fyrir um ári síðan lagði starfshópur á vegum fjármálaráðherra, sem þá var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, til að hömlur yrðu settar á notkun reiðufjár í viðskiptum í atvinnurekstri. Því er ekki ólíklegt að lög þess eðlis séu handan við hornið.

En Jónas útskýrir hvers vegna það væri óheillaspor. „Ég er með fimmþúsund króna seðil á mér. Fer á veitingastað og borga fyrir kvöldmatinn með honum. Veitingamaðurinn notar síðan seðilinn til að greiða fyrir línþvott. Þvottahúseigandinn notar svo seðilinn til að borga rakaranum, sem síðan mun nota seðilinn þegar hann fer út að versla. Eftir ótakmarkaðan fjölda greiðslna með seðlinum munu það enn vera fimm þúsund krónur, sem hafa uppfyllt tilgang sinn fyrir alla sem notuðu hann til greiðslu og bankinn hefur ekki haft neitt út úr hverri greiðslu í reiðufé,“ skrifar Jónas og heldur svo áfram:

„En ef ég kem inn á veitingastað og borga með greiðslukorti, þá eru bankagjöld fyrir greiðsluna mína sem eru innheimt af seljanda 3% um 150 krónur og svo 150 króna gjaldið fyrir hverja frekari greiðslu fyrir veitingahúseiganda eða greiðslur eiganda þvottahússins, búð, rakarann o.s.frv. Þess vegna, eftir t.d. 30 viðskipti, verða upphaflegu fimmþúsund krónurnar aðeins 500 og 4.500 krónurnar urðu eign bankans, þökk sé öllum stafrænu viðskiptunum og gjöldunum.

Greiðum með reiðufé. Sjálfur ætti ég að geta gert betur í þessum efnum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí