Forstjóri Strætó með hærri tekjur en forsetinn

Forstjóri Strætó, Jóhannes Svavar Rúnarsson, er með 4 m.kr. á mánuði samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Í ársreikningi Strætó kemur ekki fram hver laun hans eru. Hluti tekna hans kunna að koma annars staðar frá. Forstjórar opinberra fyrirtækja er margir hverjir mjög hátt launaðir, svo vel má vera að allar þessar fjórar milljónir komi frá Strætó.

Strætó þykir ekki gott fyrirtæki. Þar er unnið kerfisbundið að því að berja niður starfskjör bílstjóra, aldrei hlustað á væntingar farþega um þjónustu, vagnarnir koma of seint og halda ekki tímaáætlun, ferðir eru felldar niður án skýringa og fargjaldið er hátt og hækkar ört. Félagið tók þá ákvörðun að leggja niður greiðsluapp sem sæmileg sátt var um en taka upp annað sem mikil óánægja er með.

Strætó er samlag sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eins og Sorpa, annað fyrirtæki sem almenningur er mjög óánægja með. Stjórn Strætó er skipuð þannig að einn kemur frá hverju sveitarfélagi. Seltjarnarnes, með 4.674 íbúa, fær einn stjórnarmann og Reykjavík einn, með sína 139.875 íbúa. Atkvæðastyrkur á íbúa er því 30 sinnum meiri fyrir Seltjarnarnes en Reykjavík.

Þetta furðulega fyrirkomulag veldur því að Strætó er stjórnað af hægrimönnum í gegnum völd þeirra í einstökum byggðalögum. Það eru fjórir Sjálfstæðisflokksmenn, einn úr Viðreisn og einn Pírati, sem kemur úr hægri armi þess flokks, í stjórn Strætó. Þetta er ekki beint þverskurður af lífsafstöðu íbúa á höfuðborgarsvæðinu.

Það er stefna hægrisins að halda aftur að opinberri þjónustu og það er markmiðið í rekstri strætó. Hægrið vill hins vegar að forstjórar hafi góð laun og lifi við betri aðstæður en almenningur. Hlutverk forstjóra að mati hægrisins er að þrengja að rekstri og launakjörum starfsfólks, standa gegn væntingum notenda og útvista og einkavæða sem flesta þætti starfseminnar. Og fyrir það er hægrið til í að borga forstjóra sínum góð laun.

Þetta er stjórn Strætó:

Magnús Örn Guðmundsson, formaður stjórnar, xD af Seltjarnarnesi
Alexandra Briem varaformaður, xP úr Reykjavík
Andri Steinn Hilmarsson, xD úr Kópavogi
Kristín Thoroddsen, xD úr Hafnarfirði
Hrannar Bragi Eyjólfsson, xD úr Garðabæ
Lovísa Jónsdóttir, xC úr Mosfellsbæ

Lægstu laun hópferðabílstjóra hjá Eflingu eru 433.642 kr. á mánuði. Tekjur forstjóra Strætó samkvæmt Frjálsri verslun eru því 9,2 sinnum hærri en lægstu laun bílstjóra.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí