Leiðtogafundur Brasilíu, Rússlands, Indlands, Kína og Suður-Afríku, BRICS-ríkjanna, verður undir lok næsta mánaðar. Þar verður rætt um breytta heimsmynd í kjölfar Úkraínustríðið, en merkja hefur mátt mun sterkari stöðu BRICS-ríkjanna að undanförnu. Fleiri ríki vilja tilheyra þessum klúbbi. En áhrif BRICS snýs ekki aðeins að styrkingu ríkja utan Vesturveldanna heldur verða eru BRICS-ríkin í algjörri lykilstöðu varðandi aðgerðir í loftlagsmálum.
Ef við berum BRICS-ríkin saman við Vesturlönd, þ.e. áhrifasvæði Bandaríkjanna sem nær yfir Evrópu, Kanada, Japan, Suður-Kóreu, Singapúr, Taívan, Ástralíu og Nýja-Sjáland, þá eru íbúar BRICS-ríkjanna 2,8 sinnum fleiri. Innan þessara landa búa um 3.220 milljónir manns, 40% af íbúum jarðar. Á Vesturlöndum búa 1.150 milljónir, eða rúm 14% mannkyns.
Og ef við bætum við þeim ríkjum sem sótt hafa um aðild að BRICS eða þar sem rætt er alvarlega um að bindast þessum samtökum, þá er samanlagður mannfjöldinn 5.125 milljónir, sem er tæplega 64% mannskyns. Ef verður að styrkingu BRICS er ljóst að þar fer valdablokk sem mestu ræður um framtíð mannkyns.
Þau lönd sem hafa sótt um aðild eru: Alsír, Argentína, Bahrain, Bangladess, Belarúss, Egyptaland, Eþíópía, Indónesía, Íran, Sádí Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Auk þess er alvarlega rætt um aðild í Afganistan, Angíla, Austur-Kongó, Gabon, Gínea-Bissá, Hondúras, Kasakstan, Kúbu, Mexíkó, Nikaragúa, Nígería, Pakistan, Senegal, Simbabve, Súdan, Sýrland, Taíland, Túnis, Tyrkland, Úganda, Úrúgvæ og Venesúela.
Þótt losun kolefnis sé mun minni á mann innan BRICS-landanna, eða um 5,6 tonn á móti 9,1 tonni á Vesturlöndum, þá vegur mannfjöldinn þetta upp. Samanlögð losun BRICS-landanna er tæplega 18 milljónir tonna á móti 10,5 milljónum tonna sem Vesturlönd losa. Og ef við bætum við umsóknarríkjum eða þeim sem hafa sýnt áhuga á að ganga inn í BRICS eða alþjóðasamtök sem þau leiða, þá er losunin tæplega 30 milljón tonn. Það er rúm 60% af allri losun á jörðinni.
Innan BRICS og meðal umsóknarríkja eru ríki sem hafna kröfum Vesturlanda um samdrátt í losun. Rök þeirra eru söguleg, þau segja að Vesturlönd hafi byggt efnahagslegan styrk sinn á nýtingu jarðefnaeldsneytis og þau geti ekki gert kröfu um að önnur ríki stöðvi sinn vöxt þegar þau eru varla komin hálfa leiðina sem Vesturlönd fóru.
Efnahagur BRICS-ríkjanna hefur vaxið hratt á undanförnum áratugum. Sé miðað við ólíkt verðlag er landsframleiðsla Vesturveldanna um 72 þúsund milljarðar Bandaríkjadala, um 35% af heimshagkerfinu á þessum mælikvarða. Landsframleiðsla BRICS-ríkjanna er um 56 þúsund milljarða dollara eða um 28% af heimshagkerfinu. Og ef við bætum við umsóknarríkjum þá er landsframleiðsla BRICS og þeirra ríkja samanlögð um 85 þúsund milljarðar dollara eða 42% af heimshagkerfinu.
Hér má sjá þetta samandregið, mannfjölda, losun og efnahag Vesturlanda, BRICS-ríkjanna og þeirra landa sem hafa sótt þar um aðild eða rætt aðild.
Það er ekki aðeins að BRICS og félagar séu fjölmennari og mengi meira heldur eru þessi ríki stærri efnahagslega en Vesturlönd. Það er því alls ekki ofmælt að staðan í loftlagsmálum eða heimshagkerfinu ráðist miklu fremur á fundum BRICS en í þeim alþjóðastofnunum sem halda utan heimskerfi Vesturlanda, OECD, Nató, ESB o.s.frv.
En þar sem hér hafa verið settar fram stórar tölur er sjálfsagt að setja þær í samhengi við litla Ísland. Íslendingar eru um 0,005% af mannkyni. Losun þeirra er um 0,008% af heildarlosuninni. Og verðlagsleiðrétt landsframleiðsla landsins er um 0,013% af heimshagkerfinu. Stundum halda íslenskir ráðamenn því fram að heimsbyggðin horfi sérstaklega til Íslands um forystu eða að þar sé að finna lausnir sem henti öðrum. Má vera, en stærð lands, þjóðar eða efnahags bendir ekki til þess. Og ef vitna má til skáldsins þá myndi það litlu skipta í stóra samhenginu þótt landið sykki í myrkan mar.