Í dag, fimmtudag, hóf japönsk stjórnvöld að veita geislavirku vatni frá hinu eyðilagða kjarnorkuveri í Fukushima, í Kyrrahaf. Þessu framkvæmd er umdeild. Kínversk stjórnvöld mótmæltu henni samstundis og tilkynntu innflutningsbann á allt sjávarfang frá Japan. Þá hafa aðgerðasinnar í Hong-Kong og Suður-Kóreu gripið til mótmæla.
Fyrsta losunin nemur 7.800 tonnum af vatni, eða á við þrjár ólympískar sundlaugar, og stendur yfir næstu 17 daga.
Ákvörðun Japans um þessa framkvæmd var tekin fyrir tveimur árum og fékk grænt ljós frá kjarnorkueftirliti Sameinuðu þjóðanna nú í sumar. Losunin er sögð lykilskref í því að taka Fukushima Daiichi kjarnorkuverið úr umferð fyrir fullt og allt, eftir eyðileggingu þess í flóðbylgju árið 2011.
„Japanir ættu ekki að valda heimafólki sínu skaða, og jafnvel heiminum öllum, út frá eiginhagsmunum“ sagði í yfirlýsingu frá Utanríkisráðuneyti Kína. Japönsk yfirvöld hafa svarað fyrir sig með því að gagnrýna Kínverja fyrir að breiða út fullyrðingar án vísindalegs grundvallar. Þau segja að losunin sé örugg og leggja fram það mat eftirlitsstofnunarinnar IAEA að áhrif hennar á fólk og umhverfi séu „hverfandi“.
Reuters greindi frá.