„Krafa ISAVIA um eyðileggingu stærsta samfellda skóglendisins í borginni er yfirgengileg og geggjuð“

Krafa innanlandssviðs Isavia um tæplega þrjú þúsund tré í skógalendi Öskjuhlíðar verði felld vekja strax hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum svo sem Twitter. Reykjavíkurborg greinir frá því í tilkynningu að ríkisfyrirtækið Isavia vilji í raun rústa elsta samfellda skóg Reykjavíkur. Svæðið sem um ræðir er skóglendi Öskjuhlíðar frá svæðinu við Háskólann í Reykjavík að svæði kirkjugarðsins í Fossvogi og Perlunnar.

Reykjavíkurborg virðist ekki taka vel í þessa kröfu Isavia en í tilkynningu borgarinnar má vel greina andstöðu við þessari kröfu. „Ætla má að krafa Isavia nái að lágmarki til um helmings elsta og hæsta skógarins í Öskjuhlíð og um þriðjungs samfellds skógar þar í heild. Krafan varðar stórt svæði, skóg sem nýtur hverfisverndar í deiliskipulagi og svæði í Öskjuhlíð sem nýtur verndar sem borgargarður í aðalskipulagi. Auk þess er Öskjuhlíð á náttúruminjaskrá,“ segir meðal annars í tilkynningu.

Helstu talsmenn þess að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni má finna á Twitter. Þar blöskrar mönnum og segja þetta einfaldlega yfirgengilega frekju hjá ríkisfyrirtækinu. Hér fyrir neðan má lesa fáein dæmi um það.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí