Landmannalaugar eins og útskitin kamar: „Ferðamenn gengu um eins og þetta væru ruslahaugar“

Ein helsta perla íslenskrar náttúru, Landmannalaugar, virðist ekki þola gífurlegan ágang ferðamanna. Í það minnsta virðist umhverfið í kring lítið þrifið og sumir ferðamenn einfaldlega sóðar. Nýlega kvartað Karen Kjartansdóttir, almannatengill og fyrrverandi framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar, yfir því að nýir búningsklefar fyrir spéhrædda væru að skemma upplifun náttúrulaugarinnar.

Ekki verður betur séð en það sé ekki eini vandinn sem steðjar að Landamannalaugum. Maður nokkur, Kristvin, segist hafa gert sér ferð í Landmannalaugar um helgina en að hans sögn er náttúrulaugin að breytast í ruslahaug. Hann segir frá upplifun sinni innan Facebook-hópsins Bakland ferðaþjónustunnar.

„Aðstaðan þar er í algeru RUGLI. Meira en 50 prósent af klósettum vorum stífluð og útskitin og lyktin í aðstöðunni þar er viðbjóður. Umgengni og aðstaðan er vægast sagt til skammar. Sumir ferðamenn gengu um þarna eins og þetta væru ruslahaugar. Köstuðu rusli við nestisborðin á jörðina,“ segir Kristvin og heldur áfram:

„Í þetta skipti kom maður ekki með ferðamenn heldur með fjölskylduna. En þegar maður hefur komið með ferðmenn hef ég alltaf lagt mikla árherslu alveg sama hvar maður kemur að Ísland sé hreint og snyrtilegt. Því víðar sem maður kemur í sínu prívat ferðalagi og er rukkaður fyrir t.d. salerni þá kemur maður að illa þrifnu og illa lyktandi.“

Hann segir að þessi ferð í náttúrulaugina hafi helst minnt hann á hina alræmdu úthátið Uxa95. „Er ekki vanur að ranta um svona hluti en mér hreinlega ofbauð þegar maður fór með barnið að skipta um föt inní skálanum þar sem salernin og sturtur eru og já borgaði fyrir það þá kúgaðist maður af ólykt minnti nánast á útikamar á Uxa95.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí