Launahæsti starfandi forstjórinn með 50-föld verkamannalaun

Þegar stjórn Skeljar ákvað að ráða Ásgeir Helga Reykfjörð Gylfason sem forstjóra og gera starfslokasamning við Árna Pétur Jónsson fól sú ákvörðun í sér 265 m.kr. útgjöld félagsins. Þessi útgjöld voru færð sem kostnaður í bækur Skeljar og komu því til frádráttar frá skattskyldum tekjur, lækkuðu skatta Skeljar um 53 m.kr. Ríkissjóður, og þar með almenningur, tók þátt í þessum hrókeringum og ofurlaunum fyrrverandi og núverandi forstjóra.

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er tekjuhæsti forstjórinn sem er í starfi. Ofan hann á listum yfir tekjuhæstu forstjóranna er Hjalti Baldursson, fyrrverandi forstjóri hugbúnaðafyrirtækisins Bókunar. Ásgeir tók við sem forstjóri Skeljar, áður Skeljungi, í febrúar í fyrra. Inn í 20,4 m.kr. laun hans í fyrra blandast því líklega laun og starfslokasamningur vegna brotthvarfs hans sem aðstoðarbankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingabankasviði Arion banka. 20,4 m.kr. á mánuði eru álíka laun og rúmlega 50 lægstu laun á landinu. Um 65-faldar ellilífeyrir frá Tryggingastofnun.

Ragnar Önundarson, fyrrum útibússtjóri, hefur lagt til að fyrirtæki fái ekki að skilgreina ofurlaun forstjóra sem kostnað, sem komi til frádráttar frá skattskyldum tekjum. Ragnar leggur til að lagt sé þak á þessa heimild, þannig að laun sem eru umfram fimmföld lægstu laun, um 2 m.kr. í dag, séu ekki frádráttarfær og hluthafar verði þá að borga þau án aðstoðar ríkisins.

Í ársskýrslu Skeljar kemur fram að þegar Ásgeir Helgi var ráðinn fékk hann 3 m.kr. í laun á mánuði eða 36 m.kr. á ári. Að auki fékk hann eingreiðslu upp á 45 m.kr. í fyrra, 60 m.kr. í ár og hann mun fá aðrar 60 m.kr. á næsta ári og 15 m.kr. árið 2025. Auk 3 m.kr. launa er hann því með 180 m.kr. á þessum fjórum árum, um 3.750 þús. kr. á mánuði. Samtals eru þetta 6.750 þús. kr. í laun. Ofan á þetta bætist síðan ríkulegur kaupréttur sem skilar Ásgeiri Helga arði og miklum tekjum ef verð á bréfum Skeljar hækka. Það hefur ekki gerst hingað til, gengi bréfanna hafa fallið um 20% frá því Ásgeir tók við, fallið í verði um 6,7 milljarða króna. Í árslok voru 64 m.kr. í varasjóð Skeljar til að mæta kauprétti Ásgeirs og þessi upphæð mun hækka á næstu árum.

Í töflunni hér að neðan má sjá tíu launahæstu forstjóranna samkvæmt samantekt Viðskiptablaðsins. Listinn er eilítið öðruvísi hjá Heimildinni. Mestu munar að Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, er í 10. sætinu þar en ekki Árni Oddur, með 8,7 m.kr. á mánuði.

Nr.ForstjóriStaðaLaun á mánuði
1.Hjalti Baldurssonfv. forstjóri Bókunar24,8 milljónir króna
2.Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfasonforstjóri Skel20,4 milljónir króna
3.Jón Þorgrímur Stefánssonforstjóri NetApp á Íslandi17,5 milljónir króna
4.Brett Albert Vigelskasfrkvstj. Costco á Íslandi13,5 milljónir króna
5.Jón Sigurðssonforstjóri Stoða11,2 milljónir króna
6.Grímur Karl Sæmundsenforstjóri Bláa Lónsins10,8 milljónir króna
7.Haraldur Líndal Péturssonfrkvstj. Johan Rönning11,2 milljónir króna
8.Guðmundur Fertram Sigurjónssonforstj. Kerecis9,3 milljónir króna
9.Herdís Dröfn Fjeldstedfv. forstjóri Valitor8,6 milljónir króna
10.Árni Oddur Þórðarsonforstjóri Marels8,6 milljónir króna

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí