„Manni langar að gubba þegar maður fer framjá“ – Íbúar í Vesturbæ vilja losna við gáma Reykjavíkurborgar

Líkt og Samstöðin hefur fjallað um undanfarið þá virðist það Reykjavíkurborg um megn að tæma ruslagáma víða í borginni. Nánar tiltekið þá virðist vandamálið snúast um að einkafyrirtækið Terra, sem borgin útvistaði verkefninu til, ráði ekki við verkefnið. Íbúar í Vesturbæ eru nú farnir að kalla eftir því að þessir gámar verði einfaldlega fjarlægðir fyrst ekki er hægt að sinna því að tæma þá.

Innan Facebook-hóps íbúa í Vesturbæ er fólk orðið langþreytt á gámunum við JL-húsið, gámum sem eru steinsnar frá Sorpu. Í gær birti íbúi í Vesturbæ myndir af þessum gámum, sem sjá má hér fyrir neðan. Hann skrifar svo: „Þetta er staðan á mánudagsmorgni við JL-húsið. Þetta er eina innkeyrslan að JL húsinu. Tek fram að ég fældi mávana í burtu svo þeir sjást ekki. Ég er margbúinn að biðja Reykjavíkurborg að fjarlægja þessa gáma en þeir skella skollaeyrum við því. (Síðustu tvær myndirnar eru frá því í gær).“

Mávarnir virðast vera orðnir talsvert vandamál við JL-húsið því í dag skrifar kona nokkur í Vesturbænum: „Jæja, ég hjólaði fram hjá gámunum hjá JL-húsinu sem einhver sjálfboðaliði þreif fyrir stuttu sem er frábært nema að nú eru mávar og fleiri kvikindi mætt á svæðið því það er búið að henda matarpokum á götuna fyrir framan gámana. Ég held að þessir gámar verði að fara, þetta er ekki hægt, mann langar að gubba þegar maður fer fram hjá. Svo eru það hjólin, sem flest eru ekki í lagi sýnist mér, ekki hægt að ganga með barnavagna þarna fram hjá því þau teppa gangstéttina. Ég vildi ekki taka mynd því þetta er of ógeðslegt.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí