Menningarátökin um hnatthlýnun flóknari en vísindin

George Monbiot, verðlaunablaðamaður The Guardian, og Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, skrifuðu um liðna helgi tvo pistla sem hafa sama megininntakið: að hnatthlýnun, viðfangsefni sem áður tilheyrði sviði raunvísinda og þótti nógu flókið sem slíkt, sé nú orðið viðfangsefni menningarátaka, sem flæki glímuna við loftslagsbreytingar umtalsvert.

Hægrimenn hafna vísindum að hluta því þeim mislíkar vísindin í heild

Grein Krugman, sem birtist í New York Times, hefst, í snöggri þýðingu, á orðunum:

„Að skilja afneitun loftslagsbreytinga var einu sinni auðvelt: afneitunin snerist um græðgi. Ef maður kafaði í bakgrunn rannsakanda sem storkaði því sem vísindin höfðu komist að sameiginlegri niðurstöðu um, hugveitu sem reyndi að standa í vegi aðgerða í þágu loftslagsins, eða stjórnmálamanns sem lýsti því yfir að loftslagsbreytingar væru gabb, þá fann maður nánast alltaf bitastæðan fjárhagslegan bakhjarl úr jarðefnaeldsneytisiðnaðinum. Það voru einfaldri og saklausari tímar og ég sakna þeirra.“

Enn er græðgi vissulega stór þáttur í andstöðu við umhverfisvernd, segir Krugman – „en afneitun loftslagsbreytinga hefur líka orðið útspil í menningarátökum, þar sem hægrimenn hafna vísindum að hluta vegna þess að þeim mislíkar vísindi í heild sinni, og standa á móti aðgerðum gegn útblæstri, af líkamlegri mótstöðu við hvað sem frjálslyndir styðja.“

Fram til 2020 var við atvinnulygara að fást – nú trúir fólk því sem það heldur fram

Monbiot birtir sinn pistil sem röð af stuttum færslum á X, áður Twitter. Þráðurinn, sem raunar birtist degi á sunnudag, degi á undan grein Krugmans, hefst á svofelldum orðum:

„Ein þeirra óafturkræfu breytinga sem orðið hafa á heiminum frá því í fyrsta fasa heimsfaraldursins og valdatíma opinskárra lygara – Trump, Johnson, Bolsonaro, o.s.frv. – er tilurð samsæriskenninga. Hún hefur haft mikil áhrif á átök og aðgerðir í umhverfismálum.

Fram til ársins 2020 var við atvinnulygara að fást, sem ráðnir voru af fyrirtækjum á sviði jarðefnaeldsneyta o.s.frv. og við vorum með yfirhöndina. Ef þú fékkst ekki borgað fyrir að taka þátt virtust afneitun loftslagsbreytinga og umhverfismála einfaldlega heimskuleg. Í dag er hún alveg eins heimskuleg en styðst við „lífrænar“ afurðir. Með öðrum orðum efni frá fólki sem raunverulega trúir því sem það er að segja.“

Lífrænar afurðir er hér tilraun til að þýða hugtakið „organic content“, hugtak miðlunarfyrirtækja yfir það ritmál og myndmál sem almenningur lætur frá sér á samfélagsmiðlum og víðar.

Fram til 2020 var við atvinnulygara að fást – nú trúir fólk því sem það heldur fram

Krugman segir þessa þróun hafa orðið á versta hugsanlega tíma, „þegar bæði hin mikla hætta af óheftri losun liggur ljós fyrir, og leiðin til að draga úr þeirri losun gerir það líka.“ Hann nefnir til sögunnar hitametin sem slegin voru í júlí, fjölda öfgaveðursatvika, yfirborðshitnun Norður-Atlantshafs og fleira. Grein hans er töluvert ítarlegri en þráður Monbiots, og víkur nokkuð löngu máli að átökum demókrata og repúblikana í Bandaríkjunum og ber átökin um hnatthlýnun saman við átök sömu hópa um bóluefnin gegn Covid-19.

Krugman segir að jafnvel áætlanir á við þær sem Biden-stjórnin hafi lagt fram um að virkja eiginhagsmuni fólks og fyrirtækja í þágu umhverfisins með því að liðka fyrir fjárfestingum í endurnýjanlegum orkugjöfum, megi sín lítils „til að sannfæra fólk sem lítur svo á að grænir orkugjafar séu samsæri gegn bandarískum lífsmáta.“ Þessi menningarátök séu því orðin verulegur vandi fyrir loftslagsaðgerðir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí