Þorvaldur deilir aðferð Nóbelsverðlaunahafa til að sjá að vegleg skýrsla sé „drasl“ án þess að lesa hana

Á þriðjudag kynnti Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lokaskýrslu verkefnisins Auðlindin okkar, samráðsverkefnis sem er ætlað að leiða til lagabreytinga um sjávarauðlindir og sjávarútveginn. Skýrslan er 500 blaðsíður að lengd og lýkur með aðgerðaáætlun í 59 liðum. Með öðrum orðum er ekki til þess að ætlast að margir hafi lesið skjalið allt frá upphafi til enda. Þorvaldur Gylfason, prófessor emeritus í hagfræði, deilir þó gagnlegu ráði á Facebook:

„Fljótlegasta leiðin til að mynda sér skoðun á svona skýrslu áður en maður les hana (ég lærði þessa reglu af Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafanum) er að skoða aftast við hverja var talað og í verk hverra er vitnað. Mér sýnist á þeim grundvelli að þessi skýrsla sé drasl — eins og ég átti reyndar von á.“

Það má líta svo á að önnur fyrstu viðbrögð við skýrslunni styðji þennan skilning Þorvalds. Fulltrúar sjávarútvegsfyrirtækja virðast til dæmis í meginatriðum sáttir. Í viðtali við RÚV strax að kynningu skýrslunnar lokinni sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að skýrslan væri „að vissu leyti jákvæð vegna þess að hún er staðfesting á því sem hefur verið sagt áður.“ Fljótt á litið var með öðrum orðum fulltrúi stærstu útgerða sátt að því leyti sem skýrslan boðar ekkert nýtt. Efnislega má líta svo á að Heiðrún leggi hér sama mat á skýrsluna og Þorvaldur, aðeins frá öndverðum sjónarhóli: Þorvaldur hefur árum saman barist gegn því kvótakerfi sem virðist hannað til mikillar auðsöfnunar fárra, en Heiðrún er einmitt talsmaður þeirra fáu.

Fulltrúi sjávarútvegsfyrirtækja hélt áfram, í frétum RÚV, og nefndi það höfuðatriði sem Samstöðin hefur fjallað um, að í skýrslunni eru ekki lagðar til teljandi breytingar á kvótakerfinu heldur jafnvel stungið upp á að það verði fest enn frekar í sessi með stjórnarskrárákvæði. Af því sem áður hefur verið sagt og skýrslan endurtekur er það fyrsta sem Heiðrún nefnir að „aflamarkskerfið er það kerfi sem best hefur reynst hvort sem horft er til Íslands eða annarra landa …“.

Þeir sérfræðingar sem blaðamaður hefur rætt við til þessa eiga það sameiginlegt með Heiðrúnu og Þorvaldi að hafa ekki lesið skýrsluna alla en virðast þó í meginatriðum að höfundar hennar víki sér hjá verulegum átökum. Hversu góðar eða slæmar sem tillögur skýrslunnar eru snúist þær að mestu leyti um aukaatriði. Setji útgerðin sig upp á móti tilteknum tillögum skýrslunnar úr þessu, þá væri það fyrst og fremst sjónarspil og lítið í húfi, enda í hverju atriði um tiltölulega litla fjármuni að ræða samanborið við spurninguna um yfirráðin yfir og arðinn af auðlindinni sjálfri, sem skýrslan leggi kurteislega til hliðar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí