Sósíalistar andmæla vaxandi hervæðingu í Evrópu

Friður 26. ágú 2023

Á sameiginlegum fundi framkvæmdastjórnar og málefnastjórnar Sósíalistaflokksins var samþykkt ályktun þar sem vaxandi hervæðingu í Evrópu var andmælt og varað við afleiðingum hennar á lífskjör í álfunni

„Sósíalistaflokkurinn varar við aukinni hervæðingu Evrópu og Íslands sérstaklega,“ segir í ályktuninni. „Flokkurinn hafnar öllum hugmyndum um aukin framlög úr ríkissjóði til hermála. Vaxandi útgjöld til hernaðar grafa í reynd undan öryggi í Evrópu. Hervæðing eykur líkur á stríðsátökum en grefur líka undan öryggi innan samfélaganna. Það fé sem annars væri notað til að styrkja velferð og innviði er eytt til kaupa á vopnum og drápstækjum.“

Bent er á að Utanríkisstefna Sósíalistaflokksins byggi á friði og leggi áherslu á að Íslandi verði ætíð herlaust og vopnlaust. Þar stendur t.d.: „Í stað þess að vera máttlaus smáþjóð innan hernaðarbandalags viljum við að þjóðin styrki samband sitt og samvinnu við nágrannaþjóðirnar og aðrar smáþjóðir og komi á friðarbandalagi. Slíkt bandalag verði valkostur á móti núverandi veru landsins í Nató. Á sínum tíma var innganga í Nató ekki borin undir þjóðina. Það ætti að gera sem fyrst. Á þann hátt má vinna betur að mannréttindum og lýðræðislegri stjórnskipan innan heimsins gegn auðvaldi og kúgun stærri ríkja gegn smærri. Þá skal Ísland ævinlega vera herlaust og vopnlaust. Við fordæmum allt ofbeldi og styðjum á engan hátt stríðsátök eða kúgun eins ríkis gegn öðru.“

„Það er krafa Sósíalistaflokksins að íslensk stjórnvöld stefni ætíð að friði og styðja aldrei vopnuð átök. Það er nóg af hervæddum ríkjum til slíks. Það hæfir ekki herlausri og vopnlausri þjóð að tala upp vopnuð átök og hervæðingu. Rödd Íslands í alþjóðavettvangi ætti að nota til að tala fyrir friði, vopnahléi, stöðvun átaka og afvopnun. Rödd Íslands á að nota til að tala fyrir mannhelgi og virðingu fyrir mannslífum,“ segir í ályktun stjórn Sósíalistaflokksins.

Myndin er af einum af teikningum Picasso af friðardúfum sem hann gerði eftir seinna stríð.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí