Suður-Afríka kallar alla sendiráðsstarfsmenn heim frá Ísrael
Stjórnvöld í Suður-Afríku tilkynntu í dag, mánudag, að þau hyggist kalla allt sendiráðsstarfsfólk heim frá Ísrael til að tjá áhyggjur sínar af stöðu mála á Gasa.
Khumbudzo Ntshavheni talaði fyrir hönd forsetaembættisins þegar hún tilkynnti um ráðstöfunina á blaðamannafundi. Naledi Pandor, utanríkisráðherra, sagði á öðrum blaðamannafundi, síðar sama dag, að ríkisstjórnin væri „afar áhyggjufull af viðvarandi drápum barna og óbreyttra borgara á palestínskum yfirráðasvæðum“ og að stjórnin „líti svo á að viðbragð Ísraels teljist nú til hóprefsinga.“ Hún bætti við því að stjórnin teldi mikilvægt að gera vart við þessar áhyggjur Suður-Afríku „um leið og við höldum áfram að kalla eftir víðtæku vopnahléi.“
Barron’s greindi frá.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward