Engar siglingar og einmanalegt við friðarsúluna í kvöld – en friðsælt, væntanlega

Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey nú á mánudagskvöld, eins og ár hvert á afmælisdegi Johns Lennon, 9. október. Hins vegar hafa áform um siglingar í eyna breyst: þær verða ekki. Um leið fellur niður sú dagskrá sem áformuð var í eynni. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.

Í tilkynningunni er ástæðan sögð vera veðurspá kvöldsins. Fyrirséður vindhraði hljóðar raunar aðeins upp á 24 km/klst, sem telst hóflegur gustur, en í tilkynningunni segir að vindáttin sé „mjög óhagstæð til siglinga yfir sundið og hefur aflýst öllum ferjuferðum í dag og á morgun. Þó veður geti virst ágætt skal öryggi ávallt haft í fyrirrúmi og því er þessi ákvörðun tekin í samráði við þá sem að viðburðinum koma auk viðbragðsaðila.“

Það verður því, að vænta má, einmanalegt við Friðarsúluna í þetta sinn. En friðsælt, auðvitað, án fólks. Tekið er fram að eftir sem áður verði hægt að fylgjast með tendrun Friðarsúlunnar í beinni streymi á vefsíðu Friðarsúlunnar klukkan 20.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí