„Það er dapurlegt ef þetta verður minnisvarði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur“

Jón Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Vinstri grænna, segir að það sé dapurlegt ef það verður minnisvarði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að leggja niður Háskólann á Hólum og „færa hreyturnar á mölina undir Háskóla Íslands í Reykjavík. Jón spyr á bloggi sínu hvort það sé hlutverk Háskóla Íslands að niðurlægja Háskólann á Hólum.

Það eru fréttir af sameiningu HÍ og Háskólans á Hólum sem valda þessum skrifum hjá Jóni. Hann segir fréttir af þessu furðulegar og óskiljanlegar. „Ég var skólastjóri á Hólum í 20 ár og alltaf komu upp hugmyndir um utanfrá að leggja skólann niður og færa hann undir aðrar stofnanir. Yfirleitt kom slíkt frá einstaklingum og ráðherrum sem þekktu ekkert til, báru litla virðingu fyrir sögu og menningu þjóðarinnar, höfðu varla komið Heim að Hólum nema í mýflugumynd. En sem betur fer voru til sterkt fólk og framsýnir aðilar sem stóðu með Hólum í Hjaltadal og tryggðu veg staðarins og virðingu sem og öflugs menntaseturs sem öll þjóðin gat verið stolt af,“ skrifar Jón.

Líkt og fyrr segir þá telur Jón að það yrði dapurlegur minnisvarði ríkisstjórnar undir forystu VG að þetta yrði minnisvarði stjórnarinnar. „Það er dapurlegt ef þetta verður minnisvarði ríkisstjórnar Katrínar Jakopsdóttur að leggja Hóla í Hjaltadal niður sem menntasetur og færa hreyturnar á mölina undir Háskóla Íslands í Reykjavík sem hingað til hefur átt nóg með sig sjálfan. Þessar hugmyndir ber að afturkalla þegar í stað og standa að baki Hólastaðar og Hólaskóla – Háskólans á Hólum af fullum metnaði,“ skrifar Jón.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí