Þorgrímur vill frelsa unglinga undan nýrri fíkn: „Betra andrúmsloft þar sem símar eru ekki“

Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson er án vafa helsti tóbaksvarnarfrömuður Íslands en síðustu áratugi hefur hann barist gegn reykingum meðal unglinga. Það má segja að Þorgrímur hafi sigrað það stríð, því í dag reykja einungis um eitt prósent 15 ára unglinga. Árið 1980 reykti annað hvert barn. Ómögulegt er að segja hvort það sé Þorgrími að þakka en líklega hafði barátta hans þó einhver áhrif.

En nú er kominn nýr vágestur í grunnskóla að sögn Þorgríms. Það eru farsímarnir. „LOKSINS eru ,,ráðamenn“ að vakna hvað þetta varðar. Það er löngu tímabært að FRELSA ungmenni frá þessari fíkn á skólatíma, eins og sumir hafa margoft bent á. Skólastjórnendur þurfa að hafa hugrekki til að taka af skarið og láta ekki örfáa foreldra hafa áhrif á sig, sem segja að þeir verði að geta haft samband við barnið sitt,“ skrifar Þorgrímur á Facebook og deilir frétt um að UNESCO vilji banna farsíma alfarið í skólum.

Hann segist sannfærður um að vandamálið sé ekki svo ólíkt reykingum meðal unglinga á árum áður. „Innan örfárra ára verður spurt; muniði þegar símar voru leyfðir í grunnskólum? Alveg eins og við segjum annað slagið; muniði þegar það mátt reykja á veitinga- og kaffihúsum og í flugvélum? Ég ítreka að það er allt annað og betra andrúmsloft í grunnskólum þar sem símar eru ekki leyfðir. Þar er félagsleg virkni, krakkarnir tala saman, leika sér saman og svo mætti lengi telja. Nægur er tíminn fyrir fíknina eftir að skóla lýkur,“ segir Þorgrímur og bætir við að lokum:

„Ísland á að hafa hugrekki til að vera frumkvöðull á sviði forvarna og láta ekki örfáar háværrar raddir koma í veg fyrir heilbrigða skynsemi – sem virðist því miður vera á undanhaldi.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí