Vænisjúkir Bandaríkjamenn hreiðra um sig á Sólvallagötu

Bandaríska sendiráðið hefur keypt einbýlishúsið við Sólvallagötu 14 á um 450 milljónir og hyggjast nýta húsið sem sendiherrabústað. Það væri varla frásögu færandi ef það væri ekki fyrir þær sakir að Bandaríkjamenn virðast haldnir vænisýki á háu stigi. Eiríkur Jónsson greinir frá því á vef sínum að Bandaríkjamenn ætla svo gott sem að gera húsið skothelt.

Í umsögn um breytingar á húsinu kemur fram að Bandaríkjamenn ætli sér meðal annars að koma fyrir vaktskýli fyrir öryggisgæslu og svo verða örugglega margir metrar af gaddavír. Í umsögninni segir:

„Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi, byggja lyftuhús norðan aðalinngangs, byggja yfir svalir ofan á inngangi, gera nýjan inngang og tröppur á norðurhlið 1. hæðar að eldhúsi íbúðarhúss, byggja ofan á bílskúr, með aðgengi um utanáliggjandi stiga meðfram vesturhlið, jafnframt því að byggia vaktskýli fyrir öryggisgæslu í suðvestur horni lóðar og reisa öryggisgirðingu inn á lóð og meðfram lóðarmörkum aðliggjandi lóða einbýlishúss á lóð nr. 14 við Sólvallagötu. Málinu vísað til umsagnar og/eða til grenndarkynningar hjá skipulagsfulltrúa.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí