Pálmi Stefánsson efnafræðingur er ekkert að skafa utan af hlutunum í aðsendri grein sem var birt í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að plastmengun sé orðin það mikil að öll heimsbyggðin sé menguð frá fæðingu. Helstu afleiðingar þess eru að margir verða ófrjóir. Pálmi segist ekki vera að kynna nein ný fræði, þessi þekking sé óumdeild en ekki notuð vegna hagsmunaárekstra. Þetta er þó ekki eina hættan úr heimi efnafræði að sögn Pálma og því spyr hann: Er efnafræðin að gera út af við okkur?
Hér fyrir neðan má lesa pistil Pálma í heild sinni.
Aumingja dýrin halda að plastefni séu matur og stífla meltingarveginn sem leiðir til hungurdauða. Við homo sapiens eyðileggjum heilsuna með áti ófullkominna matvara sem heita hvítisykur (sucrose) og hvítt hveiti (refined flour). Matvörur sem gera okkur hægt og bítandi veik. Skurðlæknirinn T. I. Cleave M.R.C.P. vildi kalla þetta sjúkdóma unninna sykra (refined carbohydrate disease). Það er eins og með okkur og dýrin erfitt að skilja að heilt hveitifræið sé hollt en unnið óhollt og hindrun fyrir efnaskiptin. Skýringin er einföld: Við vinnslu í hveiti eru flest lífefnin skilin frá og vantar t.d. steinefnin. Þetta er gert svo geymsluþolið aukist. Sama á sér stað með sykurinn. Margir hafa lagt til að banna hvítasykur alveg. Það myndi laga lýðheilsuna verulega. Þá eru póleruð hrísgrjón (hýðislaus) á sama báti.
En það er ekki nóg heldur allt sem gert er úr þessu þrennu.Við erum eins og dýrin og höldum að við séum að gera okkur gott með því að neyta þessara matvara sem koma í veg fyrir að fæðan innihaldi nægjanleg viðbótarefni (vítamín, trefjar, steinefni o.fl.) til að halda uppi fullum afköstum í frumunum og við sveltum innan frá og heilsunni hrakar. Nokkuð sem fólk gerir sér ekki grein fyrir en gæti forðast ef það vissi afleiðingarnar. Þá eru það jurtaolíurnar sem eru meira en einómettaðar. Þær hafa ummyndast í transfitu við hitameðferð í vinnslu eða vetnun (mettun með vetni). Það er verið að reyna að banna transfitu í matvörum víða um heim en breyting í transfitu getur líka átt sér stað í matseldinni við of háan hita.
Vandmálið er að líkaminn gerir ekki mun á transfitu og náttúrulegri sem líkaminn getur bara nýtt sér en skilur ekki muninn og afleiðingin verður hægt og bítandi afleiðing fyrir heilsuna.Transfitan er óþörf og gerir ekkert gagn bara ógagn og sest í fituvefina og frumuhimnur m.a. En líklega er plastið þó mesti vandinn. Til að gera plast mjúkt eru notuð mýkingarefni og matvæli eru pökkuð og geymd í plasti en þá komast þessi mýkingarefni yfir í matvöruna. Mýkingarefni hafa áhrif á hormónana enda lík þeim að byggingu.
Varlega áætlað má gera ráð fyrir að öll heimsbyggðin sé nú þegar meira eða minna menguð allt frá fæðingu. Sérstaklega eru kynhormónarnir sem gera fólk ófrjótt og sé ófrjósemi þjóðar orðin 20% þá fækkar henni. E.t.v. leysir plastið fólksfjölgunarvandamálið? Væntanlega ræður matvælaiðnaðurinn við transfituvandamálið en erfiðara er að sjá fyrir að plastiðnaðurinn geti tekið sig á. Allt þetta hefur átt sé stað aðallega síðustu 70 árin eða svo. Allt er þetta vitað í dag en þekkingin er bara ekki notuð vegna hagsmunaárekstra.