Í kjölfar af fréttum okkar af kjarabaráttunni í Hollywood má segja frá því að íslenskir höfundar tjá nú áhyggjur af uppgangi vélmennahugsunarleysis.
Eiríkur Örn Norðdahl segist óttast að þýðingar verði brátt nær alfarið í höndum vélmenna og kallar eftir aðgerðum höfunda og þýðenda til að sporna við þessari ógnvænlegu þróun. Hví ógnvænlegri? Eiríkur Örn segir: Hér eru hamfarir í uppsiglingu – ekki bara út frá kjaramálum, heldur út frá þróun tungumálsins og framtíð bókmennta á íslensku.
Samstöðin hafði samband við Eirík Örn og bað hann um að lýsa þeim hamförum ennfrekar og hann svaraði um hæl:
,,Tungumálið er ekki bara það sem skilgreinir þjóðerni okkar og að einhverju leyti sjálfstæðan tilverurétt – heldur beinlínis það sem gerir okkur mennsk. Við sækjum í listir og afþreyingu til þess að ná tengslum við annað mannfólk og mennskuna í sjálfum okkur. Ef við látum einsog list sem sköpuð er af vél sé jafngild – í efnahagslegum, fagurfræðilegum eða félagslegum skilningi – mannverunni sem annars sinnir starfinu höfum við glatað einhverju afar mikilvægu, því það skiptir ekki einu sinni máli hvort vélin gerir þetta vel eða ekki – þá gætum við allt eins (og eiginlega miklu frekar) bara farið út að tala við veggina.“
Margrét Tryggvadóttir nýr formaður Rithöfundasambands Íslands orðar áhyggjur sínar um uppgang vélmenna í vinnu hjá stórfyrirtækjum eins og Storytel og felur hugsanlega í sér aðför að höfundarrétti. Hún kallar höfunda til vakningar og þátttöku í samræðu um hagsmuni sína og vísar til nýrra kjarasamninga handritshöfunda í Hollywood sem óheimila notkun á gervigreind við þýðingar á höfundaverkum, enda geti gervigreindin aldrei komið í stað lifandi þýðenda.(https://www.visir.is/g/20232467885d/gervi-greindin-geti-ekki-ut-rymt-thyd-endum
Hagsmunasamtök skapandi greina taka nú höndum saman og halda stórt málþing um gervigreind og höfundarétt. Málþingi fer fram nú á föstudaginn í Hörpu. Efirfarandi samtök og stofnanir standa að málþinginu: STEF, Myndstef, Rithöfundasambandið, Hagþenkir, Blaðamannafélagið, Félag leikstjóra á Íslandi, Samtök kvikmyndaleikstjóra, Félag kvikmyndagerðarmanna, Félag leikskálda og handritshöfunda, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst.
Fylgst verður með hagsmunavörslu höfunda og skapandi greina á Samstöðinni.