Herör gegn vélmennavæðingu, útvistun og útvötnun sköpunarkraftsins

Í kjölfar af fréttum okkar af kjarabaráttunni í Hollywood má segja frá því að íslenskir höfundar tjá nú áhyggjur af uppgangi vélmennahugsunarleysis.

Eiríkur Örn Norðdahl segist óttast að þýðingar verði brátt nær alfarið í höndum vélmenna og kallar eftir aðgerðum höfunda og þýðenda til að sporna við þessari ógnvænlegu þróun. Hví ógnvænlegri? Eiríkur Örn segir: Hér eru hamfarir í uppsiglingu – ekki bara út frá kjaramálum, heldur út frá þróun tungumálsins og framtíð bókmennta á íslensku.

Samstöðin hafði samband við Eirík Örn og bað hann um að lýsa þeim hamförum ennfrekar og hann svaraði um hæl:

Eiríkur Örn Norðdahl

,,Tungumálið er ekki bara það sem skilgreinir þjóðerni okkar og að einhverju leyti sjálfstæðan tilverurétt – heldur beinlínis það sem gerir okkur mennsk. Við sækjum í listir og afþreyingu til þess að ná tengslum við annað mannfólk og mennskuna í sjálfum okkur. Ef við látum einsog list sem sköpuð er af vél sé jafngild – í efnahagslegum, fagurfræðilegum eða félagslegum skilningi – mannverunni sem annars sinnir starfinu höfum við glatað einhverju afar mikilvægu, því það skiptir ekki einu sinni máli hvort vélin gerir þetta vel eða ekki – þá gætum við allt eins (og eiginlega miklu frekar) bara farið út að tala við veggina.“

Margrét Tryggvadóttir nýr formaður Rithöfundasambands Íslands orðar áhyggjur sínar um uppgang vélmenna í vinnu hjá stórfyrirtækjum eins og Storytel og felur hugsanlega í sér aðför að höfundarrétti. Hún kallar höfunda til vakningar og þátttöku í samræðu um hagsmuni sína og vísar til nýrra kjarasamninga handritshöfunda í Hollywood sem óheimila notkun á gervigreind við þýðingar á höfundaverkum, enda geti gervigreindin aldrei komið í stað lifandi þýðenda.(https://www.visir.is/g/20232467885d/gervi-greindin-geti-ekki-ut-rymt-thyd-endum

Hagsmunasamtök skapandi greina taka nú höndum saman og halda stórt málþing um gervigreind og höfundarétt.  Málþingi fer fram nú á föstudaginn í Hörpu. Efirfarandi samtök og stofnanir standa að málþinginu: STEF, Myndstef, Rithöfundasambandið, Hagþenkir, Blaðamannafélagið, Félag leikstjóra á Íslandi, Samtök kvikmyndaleikstjóra, Félag kvikmyndagerðarmanna, Félag leikskálda og handritshöfunda, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst. 

Fylgst verður með hagsmunavörslu höfunda og skapandi greina á Samstöðinni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí