Samkvæmt könnun Gallup fyirr vefritið Turisti.is segja 58% landsmanna að of mikið sé ferðafólki á Íslandi. 40% segja fjöldan hæfilegan en 2% að ferðamenn séu of fáir. Þetta eru mun neikvæðari viðhorf en komið hafa fram í könnunum Rannsóknaseturs ferðamála.
Það er skýr munur á afstöðu fólks eftir aldri eins og sjá má á súluriti sem Túristi birtir:
Þarna sést að það er ekki fyrr en í aldurshópnum 35-44 ára sem meirihlutinn segir of mikið af ferðafólki. Í elsta hópnum, yfir 65 ára, er þetta hlutfall orðið 75%.
Í frétt Túrista er fjallað um muninn á þessum niðurstöðum og Rannsóknasetri ferðamála.
„Rannsóknarsetur ferðamála hefur síðastliðinn áratug gert reglulegar rannsóknir á viðhorfi Íslendinga til ferðaþjónustu og fjölda ferðamanna. Í þessum könnunum er fólk spurt hvað því finnist um fjölda erlendra ferðamanna í sinni heimabyggð yfir sumarið. Í könnun Gallup fyrir Túrista var aftur á móti spurt um viðhorf til fjölda ferðamanna á landinu öllu,“ segir Túristi.
Og heldur áfram: „Það má því gera ráð fyrir að svörin í könnun Rannsóknarseturs ferðaþjónustunnar litist af því hvort þátttakendur búi í nálægð við vinsæla áfangastaði eða ekki. Niðurstöðurnar þessara kannana hafa sýnt að hlutfall þeirra sem telur fjölda ferðamanna annað hvort alltof mikinn eða heldur of mikinn hefur verið miklu lægra en niðurstöður könnunar Túristi og Gallup sýna.
Árið 2019 sögðu til að mynda samanlegt 19% að fjöldinn hafi verið of mikill, 27% voru á þeirri skoðun árið 2017 og 29% svöruðu þannig árið 2014. Sem fyrr segir telja 58% svarenda í nýrri könnun Gallup og Túrista að fjöldinn nú í sumar hafi verið of mikill.“
Myndina tók Hallfríður Þórarinsson á Þingvöllum og birti á Facebook.