Bjarni sakaður um að fela það sem máli skiptir

„Það er lofs­verð viðleitni, en hún miss­ir marks því það vant­ar þrjár lyk­ilstaðreynd­ir í allt kynn­ing­ar­efnið: heild­ar­tekj­ur, heild­ar­út­gjöld og heild­araf­komu. Hjá því er allt annað auka­atriði,“ segir í leiðara Moggans um framsetningu Bjarna Benediktssonar og fjármálaráðuneytis hans á fjárlögunum.

„Í sam­an­tekt­inni er ekki held­ur vikið að fjórða stærsta út­gjaldalið rík­is­ins, vaxta­gjöld­um, ábyrgðum og líf­eyr­is­skuld­bind­ing­um. Hins veg­ar er þar nokkuð rætt um frum­jöfnuð, sem ótínd alþýðan gleðst vafa­laust yfir að nóg sé til af,“ heldur leiðarahöfundur áfram.

Fjárlögin sjálf eru 384 blaðsíður og þeim fylgir 121 blaðsíður af fylgigögnum. Það skiptir því miklu að samantekt fjármálaráðuneytisins sé skýr, bæði kynning ráðherrans og það kynningarefni sem ráðuneytið dreifir. Leiðarahöfundurinn finnur til dæmis að því hversu mikið er rætt um frumjöfnuð, sem var hugak sem enginn notaði fyrr en Bjarni og ráðuneytið fóru að draga athygli af gríðarlegum halla og vaxandi vaxtagjöldum.

Það hafa fleiri en Mogginn gagnrýnt þennan spuna ráðuneytisins. Um síðustu áramót benti Ásgeir Brynjar Torfason á að kynning ráðuneytisins á stöðu heimilanna væri án skulda og sýndi því í raun aðeins að þau sem ekkert skulda hefðu það fínt þrátt fyrir vaxtahækkanir. Og í fleiri tilfellum er augljóst að ráðuneytið stillir ekki fram upplýsingum svo almenningur skilji sem best sína stöðu heldur lætur ráðuneytið eins og PR-skrifstofa fyrir stjórnmálamann í alvarlegum vanda, mann rúinn trausti meðal meginþorra almennings.

En til að skýra fjárlögin eins og Mogginn segir að almenningur þarf að sjá þau þá ætlar Bjarni að standa fyrir 1.395 milljarða króna útgjöldum en hins vegar afla 1.349 milljarð króna í tekjur. Ríkissjóður verður því rekinn með 46 milljarða króna halla í mikilli þenslu og verðbólgu. Hvergi hefur því verið haldið fram að slíkt sé skynsamlegt.

Skuldir hafa hlaðist upp undanfarin ár og Bjarni áætlar að borga 111 milljarða króna í vexti á næsta ári, andvirði svo sem einnar Borgarlínu. Og Bjarni ætlar að selja eigur ríkisins fyrir um 48 milljarða króna.

Ef útgjöld ríkisins eru skorin við nögl má segja að það vanti um 250 milljarða króna eða svo af tekjum, það er of lítið er innheimt af sköttum svo ríkissjóður sé rekinn réttu megin við núllið, þurfi ekki að selja frá sér arðsamar eignir og geti greitt niður eitthvað af skuldum sínum þegar vel árar svo vaxtatekjur éti ekki upp velferðarkerfið. Þar sem allur almenningur er skattpíndur á Íslandi þyrftu þessar tekjur að koma frá auðugustu fjármagnseigendunum og stærstu eigendum stærstu fyrirtækjanna, sem borga minni skatt á Íslandi en kollegar þeirra í næstu löndum.

Þetta eru meginatriði fjárlagafrumvarpsins, þau sem kynna ætti fyrir almenningi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí