Davíð vill seinka Borgarlínunni til að friða flokksbróður sinn Bjarna

„Ég held að það sé vel hægt að halda áfram með verkefnið án þess að það komi fram hærri fjárframlög frá eigendunum. Ég held að það sjáist í rekstri sveitarfélaga og opinberum fjármálum að það er ekki mikið svigrúm til þess að bæta í þarna.“

Þeetta segir Davíð Þorláksson, innmúraður Sjálfstæðismaður og framkvæmdastjóri Betri samgangna sem hefur yfirumsjón með Borgarlínunni. Hann var spurður um framtíð Borgarlínunnar á RÚV eftir að flokksbróðir hans, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, virðist ætla að reyna að plása af verkefnið. Bjarni vill meina að verkefnið sé orðið of dýrt en nánar má lesa um afstöðu Bjarna hér.

Davíð virðist helst sjá fyrir sér að seinka verkefninu. „Til dæmis með því að seinka framkvæmdum. Svo sjáum við það að hluti af fjármögnuninni er Keldnalandið sem ríkið lagði til og það hefur sést að það muni skila talsvert meiri verðmætum en gert var ráð fyrir í upphafi,“ segir Davíð í samtali við RÚV.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí