Bjarni blæs Borgarlínu af

„Nýj­ustu sviðsmynd­ir sem kynnt­ar hafa verið aðilum sátt­mál­ans sýna að gera má ráð fyr­ir að kostnaður við verk­efni hans verði um 300 millj­arðar í stað 160 millj­arða. Frá­vikið er 140 millj­arðar króna, hvorki meira né minna,“ skrifar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í aðsendri grein í Mogga dagsins og virðist þar slá af borgarlúnu og samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem hann skrifaði undir ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Sigurði inga Jóhannssyni innviðaráðherra og bæjarstjórum höfuðborgarsvæðisins sem allir voru á Sjálfstæðisflokksfólk nema Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

„Frá sjón­ar­hóli rík­is­ins hef­ur verk­efnið því vaxið úr því að snú­ast um að út­vega að nú­v­irði 80 millj­arða með flýti- og um­ferðar­gjöld­um, eða sér­stök­um fram­lög­um, yfir í að gera þarf ráð fyr­ir öðrum 140 millj­örðum því til viðbót­ar vegna vanáætl­un­ar. Þá eru ótald­ir þeir 40 millj­arðar sem óskað er eft­ir frá rík­inu í rekst­ur al­menn­ings­sam­gangna. Sam­an­lagt er því um að ræða 260 millj­arða,“ skrifar Bjarni.

Og þótt Keldnalandið hafi líka hækkað í verði, hafnar Bjarni að það sé nóg. Auk Borgarlínu eru inn í samgöngusáttmálanum allskyns mislæg gatnamót og nýir vegir innan höfuðborgarsvæðisins, t.d. nýr Arnarnesvegur sem boðinn hefur verið út. Samkvæmt Bjarna hafa áætlanir um fyrsta áfanga Borgarlínu hækkað út 67 milljörðum krónas í 126 milljarða króna. Þetta er 88% hækkun en almennt verðlag hefur hækkað um 27% frá undirritun sáttmálans. Hækkunin er því 48% umfram verðlag.

„Ég líkt og aðrir íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins hef lengi alið þá von í brjósti að hægt sé að ráðast í stór­fellda upp­bygg­ingu sam­gangna á svæðinu. Sam­göngusátt­mál­an­um var ætlað að rjúfa þá kyrr­stöðu sem ríkt hef­ur. En það er eng­um gerður greiði með því að leggja fram há­leit mark­mið um upp­bygg­ingu ef fjár­hags­leg­ar for­send­ur stand­ast ekki. Þess vegna hef ég lagt áherslu á að sátt­mál­inn sé end­ur­skoðaður. Aug­ljóst er að upp­haf­leg áform munu ekki ganga eft­ir og ræða þarf um málið út frá þeirri staðreynd. Við þurf­um að for­gangsraða verk­efn­um í sam­ræmi við nýj­an veru­leika,“ skrifar Bjarni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí